Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Að bjóða upp á netupplifun

  Slástu í hóp gestgjafa sem ná heiminum saman með nýjum hætti.

  Áður en þú sendir netupplifun þína inn skaltu lesaviðmið og kröfur Airbnb upplifana og sérkröfur fyrir netupplifanir.

  Innsendingarferlið

  Þú þarft að leggja eftirfarandi fram þegar þú sendir upplifunina þína inn til samþykkis:

  • Titill fyrir upplifunina
  • Lýsing, þar á meðal hvaðan er sent út og hvað er sérstakt við staðinn
  • Lýsing á því sem er gert, þar á meðal skýr dagskrá
  • Hæfni þín og geta, bakgrunnur eða próf
  • Leiðbeiningar um hvað gestir ættu að hafa með sér
  • Hágæðamyndir af upplifuninni, þar með talin mynd af þér talandi fyrir framan myndavél eða tölvu til að sýna að upplifunin fer fram á Netinu
  • Myndskilríki þar sem þú þarft að staðfesta hver þú ert

  Þegar þú hefur fengið frábæra hugmynd og þessar upplýsingar eru tilbúnar sendir þú tillöguna inn. Kynntu þér hvers er að vænta eftir innsendinguna.

  Hvernig þetta virkar

  Zoom

  Netupplifanir fara fram á Zoom, hugbúnaði þriðja aðila fyrir myndfundi, sem þú þarft einnig að nota í innsendingarferlinu. Hér er allt sem þú þarft að vita um notkun Zoom fyrir netupplifanir.

  Bókun og þátttaka

  1. Bókun virkar á sama hátt og fyrir staðbundnar upplifanir
  2. Þegar tíminn rennur upp fá gestir hlekk til að taka þátt í fundinum á Zoom
  3. Þú getur svo notað biðstofu á Zoom til að hleypa gestum inn eftir að bókun þeirra er staðfest

  Finnist þér í lagi að margir gestir noti sama tæki getur þú látið gestina vita í lýsingunni að þeir þurfi aðeins að bóka eitt pláss. Þú getur einnig boðið upplifanir fyrir einkahópa þar sem gestir geta pantað öll sæti á tilteknum degi og tíma upplifunar.

  Verðlagning og viðbótargreiðsla

  Þú ræður verðinu bæði fyrir upplifanir með opnum hópum og einkahópum. Þú gætir byrjað með lægra verð og hækkað það eftir því sem þú verður reyndari og þegar þú hefur fengið nokkrar 5-stjörnu umsagnir. Airbnb tekur þjónustugjald af gestgjöfum, nema upplifunin hafi félagsleg áhrif, alveg eins og um staðbundna upplifun væri að ræða.

  Netupplifanir eru sjálfkrafa verðlagðar miðað við hvern gest. Hafi einn gestur bókað sig en tveir gestir koma í biðstofuna getur þú beðið um greiðslu fyrir aukagestinn í úrlausnarmiðstöðinni.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni