Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvaða kröfur eru sérstaklega gerðar til netupplifana?

  Upplifanir verða að standast gæðaviðmið og Airbnb verður að samþykkja þær hvort sem þær eru á Netinu eða staðbundnar. Auk þess verða allar netupplifanir að fullnægja eftirfarandi kröfum:

  Bein útsending: Gestir verða að sjá netupplifun í beinni útsendingu. Hana má ekki taka upp fyrir fram.

  Þátttaka: Gestgjafar og gestir þurfa að vera virkir þátttakendur í netupplifunum. Það þýðir að gestum ætti að bjóðast að taka þátt heima frá sér (t.d. að stunda jóga, búa til mat í eldhúsinu eða teikna með gestgjafa og sýna hinum verk sín).

  Sóttkví:

  • Gestir ættu ekki að þurfa að fara út af heimilum sínum eða landareign til að ljúka upplifun. Gestgjafar ættu að fylgja öllum staðbundnum takmörkunum varðandi sóttkví og/eða nándarmörk.
  • Fyrir upplifanir ætti aðeins að þurfa fáa hluti sem fólk getur auðveldlega verið með heima hjá sér.

  Virðing fyrir verkum annarra: Gestgjafar ættu ekki að nota tónlist, bækur, myndskeið, list eða önnur höfundarréttarvarin verk búin til af öðrum án þess að verða sér úti um áskilin réttindi, leyfi og heimildir.

  Þegar gestgjafar nota Zoom ættu þeir ekki að:

  • Nota reikning búinn til fyrir netupplifun á Zoom fyrir annað en þá upplifun.
  • Taka upp beinar útsendingar (hvorki hljóð né mynd) af upplifunum sínum.
  • Taka eða deila ljósmyndum eða skjámyndum af upplifunum sínum án leyfis allra þátttakenda. Gestgjafar mega hvorki taka né deila ljósmyndum eða skjámyndum þegar börn taka þátt, sama hvort fengist hafi leyfi eða ekki. Á þessu eru engar undantekningar.

  Þegar gestir eru of seinir geta gestgjafar:

  • Hafnað því að gestir mæti á fund á Zoom. Gestir geta ekki fengið endurgreitt samkvæmt reglum um endurgreiðslur upplifunargesta en geta þó skilið eftir umsögn. Gestgjafar geta svarað opinberlega öllum umsögnum gesta.

  Til að gæta friðhelgi og öryggis samfélagsmeðlima ættu gestir ekki að:

  • Safna persónugreinanlegum upplýsingum eða samskiptaupplýsingum, biðja gesti um þær né hvetja gesti til að gefa þessar upplýsingar upp (þetta geta til dæmis verið netföng, símanúmer eða heimilisföng/staðsetning).
  • Ræða um heilsufarsupplýsingar, biðja um þær eða hvetja gesti til að tala um þær (það á t.d. við um hvort fólk hafi farið í greiningu, hvort fjölskyldumeðlimir séu veikir o.s.frv.).
  • Markaðssetja upplifun sína til barna eða nota börn sem gestgjafa eða samgestgjafa upplifunar sinnar.
  • Leyfa ólögráða barni (yngra en 18 ára) að taka þátt í upplifuninni án þess að foreldri eða forráðamaður sé til staðar.

  Airbnb gæti fjarlægt netupplifanir sem standast ekki nein ofangreindra viðmiða.

  Ekki er hægt að breyta birtum staðbundnum upplifunum á Airbnb í netupplifun. Þú getur notað síðu fyrir netupplifanir ef þú vilt breyta staðbundinni upplifun og bjóða hana á Netinu eða senda inn nýja hugmynd að netupplifun.

  Kröfurnar geta breyst eftir því sem við aðlögumst frekar aðstæðum á hverjum stað.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?