Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Hvað þarf ég að vita áður en ég tek þátt í netupplifun á Zoom?

Zoom er verkvangur þriðja aðila í skýinu til að halda myndfundi í tölvum, spjaldtölvum og farsímum.

Kerfiskröfur og nettenging

Áður en þú tekur þátt í upplifun þarft þú að vera viss um að búnaðurinn standist kerfiskröfur Zoom og prófa nettenginguna með því að mæta á prufufund.

Frekari upplýsingar um kerfiskröfur fyrir tölvur má finna í grein í hjálparmiðstöð Zoom um kerfiskröfur fyrir PC, Mac og Linux. Frekari upplýsingar um kerfiskröfur fyrir snjalltæki má finna í grein um kerfiskröfur fyrir iOS, iPadOS og Android. Mættu á prufufund til að prófa nettenginguna.

Friðhelgi við notkun á Zoom

Friðhelgi notenda skiptir okkur máli. Hér eru þær ráðstafanir sem við höfum gripið til svo að friðhelgi notenda sé örugg í netupplifunum sem og ábendingar fyrir ykkur til að gæta eigin öryggis við notkun á Zoom. Ef einhverjar neðangreindra stillinga munu ekki gilda um þína upplifun látum við þig vita áður en þú bókar.

Svona verndar Airbnb friðhelgi notenda sem nota Zoom:

 • Fyrir hverja upplifun er búið til slembiauðkenni með lykilorði
 • Ekki er hægt að afrita upplifanir gegnum Zoom
 • Slökkt er á mynd frá gestum sem tengjast fundarherbergi á Zoom
 • Gestir geta ekki deilt skjám sínum meðan upplifunin fer fram
 • Gestir geta ekki spjallað einir hver við annan í gegnum Zoom
 • Ekki er hægt að senda skrár gegnum Zoom
 • „Biðstofan“ fer sjálfvirkt í gang svo að gestgjafar geta hleypt gestum inn í fundarherbergið á Zoom einum á eftir öðrum

Góð ráð til að gæta eigin friðhelgi:

 • Ekki deila fundarhlekk með lykilorði á Zoom með neinum öðrum
 • Notaðu nýjustu útgáfu Zoom appsins
 • Gættu þess sem er í kringum og fyrir aftan þig þegar þú ert á mynd þar sem gestgjafi þinn og aðrir gestir geta séð það
 • Slökktu á hljóðsendingu þangað til þú vilt byrja að tala
 • Notaðu hópspjallið varlega þar sem allir þátttakendur geta lesið það sem þú póstar
 • Ef þú vilt ekki gefa gestum og upplifunargestgjafanum fullt nafn þitt getur þú slegið inn annað heiti eða notað aðeins eiginnafn þitt þegar þú skráir þig inn á Zoom.
 • Ekki taka skjámyndir eða ljósmyndir af gestgjafa þínum og öðrum gestum án þess að fá leyfi fyrir því

Skjátextar

Til að auðvelda fólki með fötlun og aðrar aðgengisþarfir að vera með í netupplifunum höfum við virkjað skjátexta í Zoom. Gestgjafi, samgestgjafi, Zoom eða þriðji aðili gæti séð um gerð skjátexta og þeir eru mögulega ekki í boði á öllum tungumálum.

Beinstreymi

Við gætum í sumum tilvikum streymt beint á Netinu í gegnum verkvanga svo sem Facebook, YouTube eða Kaltura. Í hjálparmiðstöð Zoom má finna frekari upplýsingar um beinstreymi funda af Zoom á YouTube og Facebook. Ef upplifun á Airbnb verður streymt í beinni á verkvangi þriðju aðila látum við þig vita áður en þú bókar.

Hvar gestgjafinn verður

Þú færð hlekk til að mæta í netupplifunina með staðfestingarpóstinum og áminningarpósti sem er sendur rétt áður en netupplifunin hefst. Þú getur einnig fundið hann í bókunarupplýsingum á ferðasíðunni.

Skráðu þig inn á Zoom að minnsta kosti 5 mínútum áður en upplifun hefst til að ganga úr skugga um að allt virki rétt og svo að þú mætir tímanlega. Athugaðu að gestgjafi þinn getur hafnað gestum sem koma of seint og að þeir sem koma of seint eiga ekki rétt á endurgreiðslu. Frekari upplýsingar er að finna í grein um endurgreiðslureglur upplifunargesta.

Vandamál með Zoom

Gættu þess að þú hafir réttan hlekk á netupplifunina. Lokaðu Zoom og reyndu hlekkinn aftur hafi hann ekki virkað. Hafðu samband við gestgjafann ef hlekkurinn virkar ekki enn eftir þetta til að athuga hvort gestgjafinn eigi í vandræðum með Zoom.

Biðji Zoom um lykilorð skaltu senda gestgjafanum skilaboð í gegnum Airbnb til að óska eftir lykilorðinu.

Ef gestgjafinn á ekki í vandræðum skaltu að endingu skoða hjálparmiðstöð Zoom.

Vandamál vegna friðhelgi eða öryggis í upplifuninni

Ef þú rekst á óviðeigandi efni, eða ef þú hefur eitthvað út á friðhelgi eða öryggi að setja í upplifuninni, skaltu hafa samband við þjónustuver Airbnb og tilkynna málið. Gefðu eins miklar upplýsingar og þú getur og Airbnb rannsakar málið.

Var þessi grein gagnleg?
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning