Hvaða afbókunarleiðir eru í boði fyrir mig ef ferðaáætlanir mínar breytast vegna COVID-19?
Til að komast að því hvaða afbókunar- og endurgreiðsluvalkostir þér standa til boða skaltu afbóka og velja Ferðaáætlun mín hefur breyst vegna heimsfaraldurs COVID-19.
Þú munt alltaf hafa eftirfarandi valkosti:
- Endurgreiðsla samkvæmt afbókunarreglu gestgjafa
- Full endurgreiðsla með reiðufé með því að leggja fram opinber gögn til yfirferðar
Það fer eftir bókunar- og innritunardagsetningum bókunarinnar hvort þér sé birtur einn eða fleiri eftirfarandi valkostir:
- Ferðainneign vegna gildra málsbóta
- Óska eftir fullri endurgreiðslu frá gestgjafa
Þjónustuverið okkar getur aðeins boðið þér sömu valkosti og þú hefur á Netinu.
Ef þú ert veik/ur vegna smits af völdum COVID-19 fellur þetta alltaf undir staðlaðar reglur okkar um gildar málsbætur og þú getur valið „Ég er með gildar málsbætur“ þegar þú afbókar.
Óska eftir hærri endurgreiðslu frá gestgjafa
Ef bókunin þín uppfyllir ekki skilyrði til að fá fulla endurgreiðslu getur þú alltaf sent gestgjafanum skilaboð til að komast að því hvort viðkomandi sé reiðubúinn til að veita þérviðbótarendurgreiðslu í gegnum úrlausnarmiðstöðina.