Afbókunarvalkostir vegna COVID-19
Bókanir gerðar 14. mars 2020 eða fyrr
Ef bókun þín var gerð 14. mars 2020 eða fyrr og COVID-19 hefur áhrif á ferðaáætlun þína geturðu skoðað hvaða möguleika þú hefur til að afbóka og fá endurgreitt með því að fara að afbóka og velja ferðaáætlun mín hefur breyst vegna heimsfaraldurs COVID-19.
Einn eða fleiri af eftirtöldum valkostum gæti birst, en það fer eftir aðstæðum:
- Endurgreiðsla samkvæmt afbókunarreglu gestgjafans
- Full endurgreiðsla í reiðufé þegar formlegum gögnum hefur verið skilað til yfirferðar
- Ferðainneign vegna gildra málsbóta
- Að biðja gestgjafa um fulla endurgreiðslu
Bókanir gerðar eftir 14. mars 2020 og fyrir 31. maí 2022
Verði ferðaáætlun þín fyrir áhrifum vegna COVID-19 gildir afbókunarregla gestgjafa ef bókunin var gerð eftir 14. mars 2020 og fyrir 31. maí 2022. Ef þú veikist af COVID-19 eiga þó reglur okkar um gildar málsbætur alltaf við.
Ef bókunin þín uppfyllir ekki skilyrði fyrir fullri endurgreiðslu getur þú alltaf sent gestgjafanum skilaboð til að komast að því hvort þú getir fengið hærri endurgreiðslu í gegnum úrlausnarmiðstöðina.
Bókanir gerðar 31. maí 2022 eða síðar
Verði ferðaáætlun þín fyrir áhrifum vegna COVID-19 gildir afbókunarregla gestgjafa ef bókunin var gerð 31. maí 2022 eða síðar. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga ekki við um afbókanir vegna COVID-19 í þessum tilfellum.
Annað til að hafa í huga
Upplýsingarnar hér að ofan eiga ekki við um bókanir hjá Luxe sem falla undir sérstakar reglur um endurbókun og endurgreiðslu hjá Luxe. Hafðu beint samband við ferðahönnuð þinn hafir þú einhverjar spurningar og kynntu þér viðbrögð Airbnb Luxe við COVID-19 hvað varðar bókanir hjá Luxe sem gerðar voru fyrir 20. mars 2020.
Aðrar reglur gilda fyrir innanlandsbókanir í Suður-Kóreu.
Greinar um tengt efni
- GesturAfbókun á ferð vegna gildra málsbótaUpplýsingar um kröfur og framhaldið.
- GesturReglur um gildar málsbæturFinndu upplýsingar um meðhöndlun afbókana þegar ófyrirséðir atburðir, sem þú hefur ekki stjórn á, koma upp eftir að gengið er frá bókun svo …
- GesturHvað ætti ég að gera ef afsláttarkóðinn minn virkar ekki?Það eru nokkrar ástæður fyrir því að afsláttarkóði virkar ekki. Kóðinn gæti til dæmis hafa runnið út eða verið notaður.