Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig leita ég að gististað?

  Þegar þú leitar að gististað á Airbnb geturðu fækkað valkostum með því að nota síur og lesa lýsingar á stöðum til að sjá hvort að þeir henti fyrir ferðina þína.

  Til að leita að gististað:

  1. Sláðu inn ákvörðunarstað, ferðadaga og gestafjölda á airbnb.com.
  2. Smelltu á Leita.
  3. Þú getur notað síur (t.d. verðbil) ef þú vilt fækka valkostunum. Smelltu á Fleiri síur til að sjá allar síurnar sem eru í boði.
  4. Flettu í gegnum skráningarnar eða notaðu kortið til að finna eign sem er á réttum stað fyrir þig.
  5. Smelltu á skráningu til að opna hana. Til að fá frekari upplýsingar um eignina getur þú lesið lýsinguna, skoðað þægindi í boði, kynnt þér húsreglurnar og séð umsagnir annarra gesta um gestgjafann.
  6. Ef þú hefur spurningar getur þú sent gestgjafanum skilaboð. En ef það er allt til reiðu og þig langar að bóka eignina þá er nóg að senda bókunarbeiðni (eða nota hraðbókun ef gestgjafinn býður hana).

  Þú getur einnig vistað uppáhaldsstaðina þína undir Vista svo að þeir séu innan seilingar síðar eða til að deila með vinum þínum.

  Athugaðu: Þegar þú ert að skoða skráningu getur verið að við tökum fram að hún hafi „Gott virði“. Það merkir að verðið fyrir dagana sem þú ert að skoða er lægra en fyrir önnur heimili á áþekkum stað, með áþekka einkunn og svipuð þægindi. Mundu að mörg heimilanna eru einstök og það eru ekki alltaf sömu atriði sem skipta gesti máli.