Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvað er ferðahandbók?

  Ferðahandbækur auðvelda gestgjöfum að mæla með veitingastöðunum á staðnum, matvöruverslunum, almenningsgörðum og öðrum vinsælum stöðum. Í sumum borgum eru hafa verið teknar saman borgarhandbækur úr listum af þeim stöðum sem gestgjafar hafa mælt með í eigin ferðahandbókum.

  Til að útbúa eða breyta ferðahandbók:

  1. Opnaðu þínar skráningar á airbnb.com og veldu skráningu
  2. Smelltu á umsjón með skráningu
  3. Smelltu á breyta við hliðina á ferðahandbók til að gera breytingar
  4. Smelltu á bæta við og breytingarnar verða vistaðar sjálfkrafa. Þarna getur þú valið hvaða meðmælum þú vilt breyta, draga til baka eða eyða.

  Nú getur þú gert eina ferðahandbók fyrir allar skráningarnar þínar. Þú getur valið margar skráningar fyrir hverja ferðahandbók sem þú býrð til.

  Þú getur ekki búið til ferðahandbók gestgjafa fyrr en þú hefur gengið frá skráningu á eigninni þinni.

  Aðalgestgjafinn getur einn skoðað ferðahandbækur sem voru búnar til áður. Þú getur mögulega ekki skoðað ferðahandbókina ef þú ert samgestgjafi.

  Þessar ferðahandbækur eru birtar opinberlega og því þarftu að taka út meðmæli sem þú vilt ekki að allir gestir geti séð.

  Meðmæli gestgjafa í borgarvísum

  Meðmæli úr ferðahandbókum gestgjafa eru notuð í borgarvísum til að gefa ítarlegri mynd af því sem gestir geta gert í borginni. Þremur meðmælanna verður slegið upp og með þeim verður hlekkur á ferðahandbók og skráningu gestgjafans. Sömu meðmælunum verður ekki alltaf slegið upp.

  Reikniritið okkar notar áhugaverðasta efnið sem hefur verið útbúið fyrir hvern stað til að ákvarða hvaða meðmæli eru notuð. Það byggir á því hversu upplýsandi og einstakt efnið er og hve vel það lýsir staðnum. Við birtum í framhaldinu meðmælin sem okkur sýnist gagnast gestum best og vera með bestu upplýsingarnar.

  Besta leiðin til þess að þínum meðmælum verði slegið upp í borgarhandbók er að halda áfram að bæta uppáhaldsstöðunum í þína eigin ferðahandbók.

  Borgarhandbók finnst ekki

  Borgarhandbækur eru ekki til fyrir allar borgir eins og er en við vinnum stöðugt að því að bæta fleirum við. Það besta sem þú getur gert til að það verði gerð borgarhandbók þar sem þú ert er að halda áfram að bæta meðmælum við þína eigin ferðahandbók. Þessum upplýsingum verður safnað saman í borgarhandbók þegar nægilega margir gestgjafar hafa útbúið ítarlegar ferðahandbækur.

  Að skilja eftir endurgjöf um ferðahandbækur

  Þú getur sent okkur athugasemdir ef þú vilt bæta einhverju við, eða hefur eitthvað að athuga, við ferðahandbækurnar okkar. Endurgjöfin verður ekki öll notuð fyrir vefinn og við getum ekki svarað öllum en við hvetjum ykkur til að deila þekkingu ykkar og láta okkur vita hvað ykkur finnst.