Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt velur þú bókun á ferðasíðunni. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Ef þú átt innritun eftir 15. ágúst verða nýrri upplýsingar hér 15. júlí 2020.

  Hvað ætti ég að gera ef eitthvað vantar eða er öðruvísi en ég bjóst við þegar ég innrita mig?

  Ef þú tekur eftir því að eitthvað vantar, virkar ekki eða er öðruvísi en þú bjóst við þegar þú innritar þig getur þú gert eftirfarandi:

  1. Hafðu samband við gestgjafann þinn: Að gefa gestgjafanum tækifæri á að leysa úr vandanum er hraðasta leiðin til þess að fá það sem þig vantar. Þú getur svo haldið bókuninni óbreyttri.
  2. Hafðu samband við okkur: Ef þú nærð ekki sambandi við gestgjafann eða ef hann svarar þér ekki geturðu leitað hjálpar Airbnb. Mundu að taka ljósmyndir og halda gögnum um málið af því að það hjálpar okkur að sjá í hverju þú lentir.

  Þú getur einnig skoðað reglur okkar um endurgreiðslu til gesta þar sem greint er frá öllum viðmiðum okkar og skilyrðum um endurgreiðslu.

  Athugaðu: Í neyðartilvikum eða ef þú telur öryggi þínu vera ógnað biðjum við þig um að hafa samstundis samband við lögregluyfirvöld eða neyðarþjónustu á staðnum.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?