Ef þú lendir í vanda meðan á dvöl þinni stendur
Skjalfestu málið og sendu gestgjafanum skilaboð
Mundu að þú hefur 72 klukkustundir frá því að vandamálið kemur í ljós til að tilkynna það til gestgjafans þíns eða Airbnb.
Svona undirbýrðu þig:
- Skjalfestu málið: Taktu ljósmyndir eða myndband ef mögulegt er, svo sem til að sýna nánar hvað felst í þægindum sem vantar eða virka ekki.
- Sendu gestgjafanum skilaboð: Gestgjafinn er besti aðilinn til að hafa samband við ef eitthvað kemur upp á meðan á dvölinni stendur. Gestgjafinn getur líklegast hjálpað þér að leysa úr málinu. Þú getur sent gestgjafanum skilaboð beint úr innhólfinu til að láta viðkomandi vita af stöðu mála.
- Óskaðu eftir endurgreiðslu: Ef þú þarft að óska eftir endurgreiðslu vegna vandamálsins er gestgjafinn líklegri til að samþykkja beiðni þína ef þið hafið komið ykkur saman um endurgreiðsluupphæðina fyrirfram. Sendu gestgjafanum endurgreiðslubeiðnina frá úrlausnarmiðstöðinni og veittu nánar upplýsingar um vandamálið ásamt myndum eða myndbandi.
Fáðu aðstoð frá Airbnb
Þótt við viljum alltaf helst að gestgjafar og gestir leysi úr málum sín á milli vitum við að það er ekki alltaf hægt. Ef gestgjafinn þinn getur ekki leyst úr málinu, svarar engu eða hafnar endurgreiðslubeiðni þinni skaltu einfaldlega láta okkur vita með því að smella eða pikka á „fá aðstoð“ á bókunarsíðunni. Starfsmaður okkar mun taka málið að sér og aðstoða við úrlausn þess.
Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að málið heyri undir AirCover fyrir gesti munum við aðstoða þig við að finna sambærilega eign á svipuðu verði í samræmi við framboð. Standi sambærileg eign ekki til boða eða kjósir þú að bóka ekki að nýju munum við endurgreiða þér að fullu eða að hluta til.
Athugaðu: Hafðu strax samband við neyðarþjónustu eða lögregluna á staðnum ef um neyðartilvik er að ræða eða teljir þú öryggi þínu vera ógnað. Ef þú þekkir ekki símanúmer neyðarþjónustu á staðnum getur þú nálgast þau í öryggismiðstöðinni í Airbnb appinu. Hafðu samband við þjónustufulltrúa hverfisaðstoðar okkar ef þú hefur áhyggjur af heimagistingu í hverfinu þínu. Hvað varðar önnur öryggismál getur þú ávallt náð í okkur í gegnum öryggisaðstoð okkar sem opin er allan sólarhringinn. Hafðu samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða netspjall.
Greinar um tengt efni
- Gestur
AirCover fyrir gesti
AirCover fyrir gesti fylgir með hverri bókun. Ef alvarlegt vandamál skyldi koma upp í skráðri eign á Airbnb og viðkomandi gestgjafi getur ek… - Gestur
Afbókun meðan á dvöl stendur
Reglur okkar um endurbókun og endurgreiðslu geta hjálpað til við að ná yfir aðstæður þar sem eignin eða þægindin eru ekki eins og þú bjóst v… - Gestur
Reglur um endurbókun og endurgreiðslu
Skoðaðu reglur okkar um endurbókun og endurgreiðslu.