Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt velur þú bókun á ferðasíðunni. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Ef þú átt innritun eftir 15. ágúst verða nýrri upplýsingar hér 15. júlí 2020.

  Af hverju fæ ég Airbnb Magazine og hvernig stýri ég áskriftinni minni?

  Frá og með janúar 2019 stefnum við að því að senda öllum gestgjöfum í Bandaríkjunum (sem eru með gilt heimilisfang fyrir skráninguna sína) og takmörkuðum fjölda gesta ókeypis áskrift að Airbnb Magazine í heilt ár. Gestgjafar með margar eignir á skrá í Bandaríkjunum fá ókeypis áskrift senda á heimilisfang hverrar eignar um sig. Þessi árs áskrift er í boði okkar. Engin skuldfærsla af kreditkorti fer fram og enginn reikningur verður sendur vegna tímaritanna. Ef við endurnýjum áskriftina þarftu engar áhyggjur af því að hafa að við munum skuldfæra fyrir slíkt. Svona þökkum við þér fyrir að vera hluti af samfélaginu okkar.

  Þau ykkar sem fáið áskriftina ekki, eða ef þið viljið meira en eitt eintak, getið keypt Airbnb Magazine hjá blaðsölum fyrir 5,99 Bandaríkjadali eða pantað áskrift á Netinu. Ef þið takið á móti gestum eða búið utan Bandaríkjanna gæti komið viðbótarkostnaður fyrir að senda tímaritið milli landa.

  Umsjón með áskrift eða afþökkun

  Þú getur alltaf sagt áskriftinni upp. Skráðu þig inn á þjónustuverssíðu Airbnb Magazine til að afþakka áskriftina eða breyta henni. Notaðu reikningsnúmerið þar sem póstfangið þitt er prentað til að skrá þig inn með áskriftarreikningnum fyrir tímaritið. Ef þú ert ekki með reikningsnúmerið þitt getur þú einnig skráð þig inn með nafninu og heimilisfanginu sem þú notar fyrir skráninguna þína á Airbnb.

  Þegar þú hefur skráð þig inn getur þú sagt áskriftinni upp og breytt póstfanginu þínu. Ef þú ert gestgjafi með margar eignir á skrá, og þú færð fleiri tímarit en þú vilt, getur þú einfaldlega sagt upp þeirri áskrift sem þú vilt ekki fá. Hver áskrift er með aðskilið reikningsnúmer.

  Þú getur einnig sent tölvupóst á þjónustuver Airbnb Magazine á subscriptions@airbnbmag.com. Vinsamlegast gefðu upp reikningsnúmerið þitt eða fullt nafn og heimilisfang í tölvupóstinum fyrir áskriftina sem þú vilt breyta.

  Ef þú ert bandarískur gestgjafi sem fær ekki tímaritið skaltu staðfesta að heimilisfang eignarinnar sé rétt skráð. Ef þú hefur ekki verið gestgjafi lengi geta liðið allt að 6 til 8 vikur þar til þú færð fyrsta eintakið. Breytingar á áskriftinni gætu einnig tekið 6 til 8 vikur.

  Nafnabreytingar

  Ef það eru stafir sem eru ekki í enska stafrófinu, tjámyndir eða tilteknir aðrir stafir í nafninu við notandalýsinguna þína á Airbnb getur verið að límmiðaprentarinn fyrir heimilisfangið hafi ekki getað prentað það rétt. Þá gæti staðið Airbnb Community Member í stað nafnsins þíns. Þú getur skráð það sem nafn þitt ásamt heimilisfanginu þínu til að skoða reikninginn þinn. Ef þú vilt breyta nafninu þínu geturðu gert það í notandalýsingunni þinni á Airbnb og það verður svo breytt á límmiðanum fyrir heimilisfangið þitt innan 6 til 8 vikna.

  Frekari upplýsingar

  Frekari upplýsingar um efni frá ritstjórn, útgáfutíðni, afhendingu og fleira er að finna á þjónustuverssíðu Airbnb Magazine. Þú getur einnig lesið þessa grein um hvernig stinga má upp á sögu.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?