Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Öryggisábendingar fyrir val á eign

Ferðalög hafa yfirleitt í för með sér eyðslu á tíma þínum og peningum. Þess vegna viltu vera viss um að finna eign sem hentar þér fullkomlega. Hér eru nokkrar ábendingar sem hjálpa þér að finna til öryggis á ferðalaginu með þeirri vissu að þú hafir tekið rétta ákvörðun.

Finndu það sem hentar þér

Til að byrja með skaltu finna eign sem hentar þér með því að nýta þér mikið úrval leitarsía okkar. Þegar þú finnur eign sem þér líst mjög vel á skaltu gefa þér tíma til að kynna þér notandalýsingu gestgjafans vandlega ásamt skráningarlýsingunni með sérstöku tilliti til þæginda, húsreglna og afbókunarreglu.

Lestu einkunnir og umsagnir

Við mælum alltaf með því að lesa athugasemdir frá öðrum gestum til að finna réttu eignina. Þú færð að sjá einkunnir fyrir undirflokka eins og hreinlæti og nákvæmni ásamt ítarlegum umsögnum frá öðrum ferðamönnum. Gestir geta aðeins gefið umsögn að ferð lokinni þannig að þú getur verið viss um að það sem kemur fram í umsögnum endurspegli raunverulega upplifun gests sem dvaldi á staðnum.

Þarftu frekari upplýsingar? Frekari upplýsingar um hvernig umsagnir fyrir gistingu ganga fyrir sig.

Farðu yfir öryggiseiginleikana

Gott er að athuga hvort reyk- og kolsýringsskynjarar séu í eigninni en upplýsingar um slíkt er að finna í skráningu þæginda undir „heimilisöryggi“.

Frekari upplýsingar um reyk- og kolsýringsskynjara er að finna í hjálparmiðstöðinni.

Fáðu svör frá gestgjafanum

Örugga skilaboðakerfið okkar er traust og einföld leið til að spyrja mögulegan gestgjafa spurninga áður en þú bókar. Eftir bókun geturðu sent gestgjafanum skilaboð til að skipuleggja innritun, spyrja annarra spurninga og vera í sambandi við viðkomandi á meðan ferðin varir. Frekari upplýsingar um hvernig hafa má samband við gestgjafa.

Greiðslur og samskipti skulu ávallt fara fram á verkvangi Airbnb

Tryggðu öryggi þitt, greiðslu þinnar og persónuupplýsinga með því að halda öllu ferlinu innan verkvangs okkar, allt frá samskiptum til bókunar og greiðslu. Aldrei ætti að vera óskað eftir að þú símsendir peninga, framvísir kreditkortaupplýsingum eða greiðir gestgjafanum beint. Ef þetta gerist skaltu láta okkur vita tafarlaust.

Kannaðu öryggi

Þegar þú kemur á staðinn er gott að vita hvar öryggisupplýsingar og viðeigandi neyðarbúnaður á borð við slökkvitæki eða sjúkrakassa er staðsettur. Spurðu gestgjafann þinn ef þú ert ekki viss um hvar eitthvað er. Undirbúningur er alltaf fyrir bestu.

Kynntu þér ferðatengdar viðvaranir á staðnum

Það er ávallt gott að kynna sér áfangastaðinn fyrirfram og athuga hjá sendiráðinu á staðnum hvort fyrir hendi séu einhverjar viðvaranir um ferðalög eða sérstakar kröfur. Þetta á við hvort sem ferðast er með Airbnb eða ekki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum ættu til dæmis að leita upplýsinga um vegabréfsáritanir og ferðaviðvaranir hjá utanríkisráðuneytinu. Frekari upplýsingar á síðu okkar fyrir öryggi gestgjafa og gesta.

Við erum þér innan handar

Hafðu samband við neyðarþjónustu eða löggæslu á staðnum til að fá aðstoð ef neyðartilvik er í gangi.

Við erum til taks allan sólarhringinn vegna annarra öryggismála. Frekari upplýsingar um hvernig má hafa samband við okkur er að finna í hjálparmiðstöðinni.

Mundu: Í neyðartilvikum eða ef þú telur öryggi þínu vera ógnað biðjum við þig um að hafa samstundis samband við lögregluyfirvöld eða neyðarþjónustu á staðnum.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning