Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvaða öryggisábendingar eru fyrir gistingu gesta?

  Hér eru nokkrar ábendingar til að finna fyrir öryggi í ferðalaginu.

  Leitaðu og bókaðu af öryggi

  Fáðu einmitt það sem þú leitar að með því að nýta þér okkar mörgu leitarsíur, til dæmis verð, tegund heimilis og þægindi. Fannstu skráningu sem þér líkar við? Kynntu þér vandlega notanda- og skráningarlýsingu gestgjafans með áherslu á þægindi, húsreglur og afbókunarreglu.

  Lestu einkunnir og umsagnir

  Farðu í gegnum athugasemdir fyrri gesta til að finna nákvæmlega það sem þér hentar. Þú færð að sjá einkunnir fyrir gæði sem eru metin á mismunandi hátt eins og hvað varðar hreinlæti og nákvæmni og ítarlegar umsagnir með raunverulegum athugasemdum um upplifunina. Gestir geta ekki gefið umsögn nema þeir hafi dvalið hjá viðkomandi gestgjafa svo að athugasemdirnar sem þú lest eru byggðar á reynslu gests.

  Farðu yfir öryggiseiginleikana

  Þegar þú bókar eign á Airbnb ættir þú kynna þér upplýsingar um hvort gestgjafinn segi að reyk- og kolsýringsskynjarar séu í eigninni. Þú finnur þessar upplýsingar á skráningarsíðunni undir þægindi.

  Kolsýringsskynjarar eru ekki algengir í mörgum heimshlutum svo að við mælum með því að þú festir kaup á slíkum skynjara til að taka með í ferðalagið. Einkum ef slíkur skynjari er ekki tilgreindur á staðnum. Hér er eitt dæmi um ferðakolsýringsskynjara.

  Fáðu svör við spurningum þínum

  Örugga skilaboðakerfið okkar er traust og einföld leið til að spyrja mögulegan gestgjafa spurninga áður en þú bókar. Eftir bókun geturðu sent gestgjafanum skilaboð til að skipuleggja innritun, spyrja annarra spurninga og halda sambandi við viðkomandi á meðan ferðin varir.

  Eigðu ávallt samskipti og borgaðu á Airbnb

  Verndaðu greiðslu þína og persónuupplýsingar með því að halda þér á örugga verkvanginum okkar í öllu ferlinu, allt frá samskiptum til bókunar og greiðslu. Aldrei ætti að vera óskað eftir að þú símsendir peninga, framvísir kreditkortaupplýsingum eða greiðir gestgjafanum beint. Ef þú lendir í því skaltu tilkynna okkur það tafarlaust.

  Kannaðu öryggi

  Þegar þú mætir skaltu tryggja að þú vitir hvar allur viðeigandi neyðarbúnaður og öryggisbúnaður er staðsettur. Spurðu gestgjafann þinn ef þú ert ekki viss um hvar eitthvað er eins og sjúkrakassi eða slökkvitæki. Undirbúningur er alltaf fyrir bestu.

  Kynntu þér viðvaranir um ferðalög á staðnum

  Það er ávallt gott að kynna sér áfangastaðinn fyrir fram og athuga hjá sendiráðinu á staðnum hvort einhverjar viðvaranir séu í gildi um ferðalög eða sérstakar kröfur. Þetta á við hvort sem ferðast er í gegnum Airbnb eður ei. Ferðamenn frá Bandaríkjunum ættu til dæmis að leita upplýsinga um vegabréfsáritanir og ferðaviðvaranir hjá utanríkisráðuneytinu.

  Frekari upplýsingar má nálgast á síðu okkar um traust og öryggi.

  Mundu: Ef um neyðartilvik er að ræða, eða ef persónulegu öryggi þínu er ógnað, skaltu strax hafa samband við lögreglu eða neyðarþjónustu á staðnum.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni