Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Forsamþykki gesta

Gestir hafa átt í sambandi við þig varðandi eignina þína og það er gott! Bjóddu þeim forsamþykki til að ýta undir bókun. Gestirnir fá sólarhring til að staðfesta bókun sína. Að því loknu verður er þetta frágengið.

Til að forsamþykkja gest:

  1. Opnaðu innhólfið
  2. Smelltu á skilaboð frá gestinum
  3. Smelltu á forsamþykkja

Ef gestur hefur ekki nýtt sér forsamþykkið, eða staðan hjá þér hefur breyst, skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að ofan og velja draga forsamþykki til baka.

Mikilvæg atriði

  • Eignin birtist enn laus í dagatalinu þegar þú veitir gesti forsamþykki.
  • Þú getur gefið mörgum gestum forsamþykki sömu daga. Láttu alla gestina bara vita að fleiri hafi áhuga á að bóka. Aðrir gestir eru sjálfkrafa látnir vita þegar eignin er bókuð.
  • Gesturinn þarf að senda aðra beiðni til að bóka þegar forsamþykkið er útrunnið. Hún verður á sama verði og upphaflega forsamþykkið. Ef þú vilt breyta verðinu þarftu að draga upphaflega forsamþykkið til baka.
  • Forsamþykki ógildir ekki bókunarkröfurnar hjá þér.
  • Einungis er hægt að veita forsamþykki fyrir tímabilið sem gesturinn spyr um.
  • Kynningartilboð gilda ekki fyrir bókanir með forsamþykki og sértilboðum.

Bjóddu fleiri lausa daga

Ef þú sérð ekki möguleika á að veita forsamþykki merkir það að einhver bókunardaganna, eða þeir allir, sé frátekinn í dagatalinu. Prófaðu að breyta dagatali þínu til að sýna að skráningin sé laus. Athugaðu: Airbnb getur lokað dagatali þínu ef þú hefur ekki gefið upp allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir aðganginn þinn.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning