Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig sameina ég aðgang minn að Airbnb vegna vinnu við Concur Travel?

  Á Concur Travel er hægt að finna og bóka heimili á Airbnb.

  Stjórnendur hjá Concur geta opnað fyrir Airbnb sem valkost með Concur Travel svo að starfsfólk geti skoðað heimili á Airbnb vegna vinnuferða. Bókanir starfsmanna á heimilum af Airbnb í gegnum Concur Travel heyra undir ferli fyrirtækisins varðandi varúðarskyldu.

  Til að virkja appið fyrir Airbnb vegna vinnu hjá Concur:

  1. Opnaðu appið fyrir Airbnb vegna vinnu í Concur App Center og smelltu á Connect (athugaðu: hafa þarf stjórnheimild fyrir vefþjónustur)
  2. Yfirfarðu skilmálana og veldu I Agree

  Þú færð staðfestingarpóst um að tengingin sé komin á.

  Næst stillir þú Concur Travel til að vinna með Airbnb:

  1. Ef þú ert með Concur Professional Edition: Opnaðu Administration > Travel (úr undirvalmyndinni) >Travel System Admin hjá Concur Travel
  2. Ef þú ert með Concur Standard Edition: Smelltu á Discounts and Travel Content í Travel Setup Wizard
  3. Hakaðu við Enable í reitnum hjá Airbnb undir Hotel Connector
  4. Þá birtist hluti fyrir lönd
  5. Veldu landið sem á við um hvern beintengdan samstarfsaðila og viðeigandi valkost fyrir „hotel service“ af listanum Direct Connect

  Nú getur starfsfólk þitt leitað að heimilum á Airbnb hjá Concur Travel.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?