Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvaða öryggisábendingar eru fyrir heimilisgestgjafa?

  Því fylgir viss ábyrgð að vera gestgjafi sem býður gistingu. Hér eru nokkrar ábendingar þér til aðstoðar.

  Sýndu skynsemi í samskiptum

  Notaðu Airbnb alltaf til að borga og eiga í samskiptum. Notaðu skilaboðakerfi Airbnb til að kynnast gestunum og ræða um væntingar í tengslum við ferðina og eignina þína.

  Lestu notendalýsingar og umsagnir mögulegra gesta áður en þú gengur frá bókun og athugaðu hvort símanúmer hafi verið staðfest, samfélagsmiðlar hafi verið tengdir og hvað stendur í meðmælum. Þú getur beðið gestina um að staðfesta notendalýsinguna sína hafi þeir ekki gert það.

  Treystu innsæi þínu: Ekki samþykkja bókun ef þér finnst eitthvað vera óþægilegt við hana.

  Gakktu frá húsreglum og húsleiðbeiningum

  Gestir vita betur á hverju er von ef þú lýkur við að gera húsreglur og húsleiðbeiningar. Segðu frá öllu sem þú vilt að fólk viti áður en bókun er gerð, t.d. hvort (eða hvar) megi reykja, hvort hluti eignarinnar sé ekki aðgengilegur, hvert lykilorðið fyrir þráðlausa netið er eða hvort fara þurfi úr skónum áður en er farið inn.

  Þú getur skráð eignina þína án endurgjalds ef hamfarir eiga sér stað þar sem þú ert og þú vilt aðstoða með því að skjóta skjólhúsi yfir fólk.

  Staðfestu að þú hafir tryggingar

  Gestgjafatrygging Airbnb er aðalábyrgðartrygging sem veitir vátryggingarvernd fyrir allt að USD 1 milljón í Bandaríkjadalur hvert skipti sem þriðji aðili gerir kröfu vegna líkams- eða eignatjóns í tengslum við dvöl með Airbnb.

  Þú gætir viljað ræða við tryggingarfélagið þitt um aukna vátryggingarvernd með leigjenda eða húseigendatryggingu.

  Settu skilyrði fyrir skráninguna þína

  Þú getur gert kröfu um að gestir ljúki við tilteknar staðfestingar, t.d. staðfest auðkenni, áður en bókun er gerð.

  Að bæta tryggingarfé við skráninguna getur einnig varið þig ef óhapp verður t.d. ef vín hellist niður á teppi.

  Kynntu þér síðuna okkar um ábyrga gestaumsjón

  Við hvetjum gestgjafa til að velta ábyrgð sinni vandlega fyrir sér. Að vera gestgjafi getur verið ríkuleg upplifun en því fylgir einnig ákveðin skuldbinding. Við höfum tekið saman greinar um ábyrga gestaumsjón sem sýna þér hvað þarf til að vera gestgjafi þar sem þú ert.

  Athugaðu: Í neyðartilvikum eða ef þú telur öryggi þínu vera ógnað biðjum við þig um að hafa samstundis samband við lögregluyfirvöld eða neyðarþjónustu á staðnum.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni