Stökkva beint að efni
Notaðu upp og niður örvalyklana til að skoða tillögurnar.
Stökkva að meginmáli hjálpar

Af hverju get ég ekki skoðað notandamynd gestsins?

Það gætu verið nokkrar ástæður fyrir því að þú getir ekki skoðað notandamynd gests.

Bókunin er óstaðfest

Notendamyndir eru ekki sýndar fyrr en bókun er staðfest. Þegar bókun hefur verið staðfest getur þú skoðað notandamynd gestsins. Fram að því mun notandamynd hvers gests birtast sem einstök táknmynd notanda.

Gesturinn er ekki með notandamynd

Við mælum með því að gestir setji inn notandamynd við nýskráningu og minnum þá aftur á það þegar þeir óska eftir að bóka eða ganga frá bókun. Þó svo að gestir geti bókað sér eign án þess að vera með notandamynd mælum við eindregið með því að setja inn mynd fyrir innritun.

Þú getur einnig gert kröfu um að gestir hafi notandamynd en myndin verður ekki sýnd fyrr en bókun hefur verið staðfest.

Þú getur afbókað án viðurlega með því að hafa samband við Airbnb ef notandamyndin sýnir ekki andlit gestsins og ef myndin er eitthvað eins og teiknimynd eða spilaramynd (e. avatar) eða af einhverju öðru en manneskju.