Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvað á ég að gera ef einhver biður mig um að greiða fyrir utan vefsvæði Airbnb?

  Ef þú borgaðir fyrir bókun fram hjá Airbnb (til dæmis með símgreiðslu eða millifærslu) getur verið að þú hafir greitt fyrir sviksamlega bókun. Láttu okkur vita tafarlaust til að fá aðstoð.

  Ef þú ert ekki viss getur þú athugað hvort bókunin þín var gerð í gegnum Airbnb.

  Sum gjöld eru greidd á staðnum

  Heildarkostnaður bókunar er oftast greiddur þegar gengið er frá bókun á vefsíðu Airbnb. Í sumum tilvikum greiðast önnur gjöld þó á staðnum:

  • Viðbótargjöld: Fyrir sumar tegundir gistingar, eins og hótel, eru innheimt viðbótargjöld fyrir notkun aðstöðu. Þetta geta til dæmis verið dvalargjöld, tryggingarfé og ræstingagjöld. Þessi gjöld koma fram í sundurliðun verðs áður en bókað er og þau eru innheimt við innritun eða innan tveggja sólarhringa frá útritun.
  • Staðbundinn gistináttaskattur: Hann er vanalega innifalinn í kostnaði bókunar þegar hún er gerð en á sumum svæðum ber gestgjöfum þó samkvæmt lögum að innheimta hann á staðnum. Við biðjum gestgjafa að láta vita af þessum viðbótargjöldum áður en gestur bókar. Kynntu þér nánar hvernig skattar virka hjá gestum.

  Tilkynntu þegar óskað er eftir greiðslu utan síðunnar

  Ef Airbnb gestgjafi biður þig um að greiða framhjá síðunni eða í gegnum annað fyrirtæki biðjum við þig um að tilkynna okkur um það.

  Gestgjafi eða Airbnb mun ekki láta þig hafa reikning á PDF eða pappírsformi þar sem óskað er eftir greiðslu. Ef gestgjafi nefnir eitthvað af eftirfarandi skaltu tilkynna okkur það: Western Union, MoneyGram, cashier‘s check, money order og Liberty Reserve.

  Til að tilkynna skilaboð:

  1. Opnaðu innhólfið og smelltu á samtalið þar sem grunsamlegu skilaboðin birtust
  2. Smelltu á táknið til að flagga í skilaboðunum
  3. Veldu ástæðu þess að þú tilkynnir einstaklinginn og svaraðu spurningunum sem fylgja

  Til að tilkynna tölvupóst

  Ef þér berst tölvupóstur frá einhverjum, þ .á m. automated@airbnb.com eða nokkru öðru notandanafni @airbnb.com þar sem óskað er eftir því að þú greiðir, eða takir við greiðslu, framhjá síðunni, láttu okkur þá vita af því þegar í stað.

  Tegundir svindls

  Gefðu netfangið þitt aldrei upp áður en bókun er samþykkt, millifærðu aldrei greiðslu framhjá kerfum Airbnb og kynntu þér alltaf vel tölvupósta sem eiga að vera frá Airbnb.

  Dæmi um algengar svikaleiðir:

  • Fyrirframgreiðslusvindl: Einhver býðst til að greiða þér fyrir, eða gefa þér gjöf, ef þú greiðir í gegnum þjónustu sem tengist ekki Airbnb.
  • Vefveiðar: Einhver sendir tölvupóst eða hlekk sem lítur út fyrir að koma frá Airbnb eða öðrum áreiðanlegum vef. Þessi skilaboð eru til þess gerð að svindla á þér og fá þig til að gefa upp trúnaðarupplýsingar eins og aðgangsorð eða önnur netföng. Veiðipóstur (e. phishing) gæti innihaldið spilliforrit, sem er hugbúnaður sem nær aðgangi að tölvunni þinni og getur safnað persónuupplýsingum og þar með talið lykilorðum.
  • Ferðasvindl: Einhver býður þér mjög gott verð á eign ef þú greiðir fyrir hana, eða borgar inn á hana, með símgreiðslu. Þegar viðkomandi hefur móttekið greiðsluna bókar hann þig ekki eins og auglýst var.
  • Ofrukkun: Einhver býðst til að greiða meira en bókunin kostar og biður gestgjafann svo um að endurgreiða mismuninn með reiðufé.
  • Bókunarsvindl í gegnum þriðja aðila: Einhver býðst til að bóka og greiða fyrir eign skráða á Airbnb í gegnum vefsíðu eða þjónustu þriðja aðila og segist oft vera með afsláttarkóða eða afslátt hjá Airbnb. Vanalega er greitt fyrir þessar bókanir með stolnum kreditkortum.

  Athugaðu: Allar bókanir sem fara fram hjá Airbnb brjóta í bága við þjónustuskilmála okkar. Ef við tökum eftir bókun í gegnum þjónustu þriðja aðila getur verið að við fellum hana niður og gerum óvirka aðganga þess sem bókaði og gestsins sjálfs.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni