Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvert er loforð Airbnb um lífvænleg laun?

  Loforðið um lífvænleg laun er skuldbinding gestgjafa okkar í Bandaríkjunum að borga ræstitæknum sanngjörn laun. Lífvænleg laun eru lágmarkstekjurnar sem þarf að vera með til að fullnægja grunnþörfum og vera virkir samfélagsþegnar.

  Okkur er ljóst að þessar konur og karlmenn veita mörgum gestgjöfum okkar ómissandi aðstoð og þau gera gestgjöfum okkar kleift að bjóða gestum sínum áreiðanlega þjónustu og framúrskarandi gestrisni. Til að endurgjalda aðstoðina bjóðum við þér að slást í hópinn og skuldbinda þig til að gera Airbnb að stað þar sem ræstitæknar eru mikilsmetnir samfélagsmeðlimir sem njóta virðingar.

  Þegar ræstitæknar fá greidd lífvænleg laun eiga þeir auðveldara með að:

  • framfleyta sér og fjölskyldum sínum
  • vinna gott og áreiðanlegt verk
  • taka sér frí til að hlúa að sér eða fjölskyldumeðlim

  Ákvörðun um lífvænleg laun í Bandaríkjunum

  Við fórum eftir viðmiðum innlendra samtaka starfsmanna í heimilisþjónustu (e. National Domestic Workers Alliance (NDWA)) til að meta hvað felst í því að greiða ræstitækni lífvænleg laun. NDWA eru fremstu samtök ræstitækna, fóstra og annarra starfsmanna í heimilisþjónustu um land allt. Hér að neðan eru nokkrar viðmiðunarreglur fyrir gestgjafa til að tryggja að ræstitæknar fái greidd lífvænleg laun.

  Við mælum með því að gestgjafar spyrji þessara spurninga þegar þeir eru að ákvarða greiðslu til ræstitæknis:

  • Er ræstitæknirinn sjálfstætt starfandi? Lágmarkslaun sjálfstætt starfandi ræstitækna teljast vera USD 25 á klst. til að vera lífvænleg. Sjálfstætt starfandi ræstitæknar fá almennt greitt hærra tímakaup en þeir sem vinna hjá fyrirtæki af því að þeir greiða oft hærri tekjuskatt, fyrir frídaga, hreinlætisvörur og fyrir samgöngur til og frá vinnu.
  • Er ræstitæknirinn starfsmaður ræstiþjónustu? Lágmarkslaun starfsmanna teljast vera USD 15 til að vera lífvænleg vegna þess að þeir geta notið starfskjara á borð við heilsu-, tannlækna- og sjóntryggingar, greitt orlof og greitt fjölskylduorlof.
  • Við hvaða aðstæður býr ræstitæknirinn? Munur á framfærslukostnaði milli svæða eða borga, fjöldi einstaklinga sem eru á framfæri og önnur atriði geta haft áhrif á hve háar tekjur ræstitæknirinn þarf að afla til að standa straum af grunnframfærslu.
  • Hve mikla reynslu er ræstitæknirinn með? Ræstitæknar eru misgóðir og hafa mismikla reynslu. Þegar þú ákveður hvað þú ætlar að greiða ræstitækni ættir þú að taka tillit til þess hve lengi viðkomandi hefur unnið starfið og hvort hann bjóði einhverja sérþjónustu eins og umhverfisvæna hreinsun.

  NDWA mælir með þremur öðrum atriðum til viðbótar við lífvænleg laun--að greina skýrt frá væntingum, sinna hollustu og öryggi og veita aðgengi að fagfélagi-— sem eru mikilvægir þættir í því að heimilið þitt sé góður vinnustaður fyrir ræstitækna. Frekari leiðbeiningar ásamt upplýsingum um hvernig þú getur komið ræstitækninum þínum í samband við NDWA er að finna á vefsetri NDWA.

  Til að lofa því að greiða lífvænleg laun á Airbnb getur þú fylgt þessum leiðbeiningumtil að sýna gestum og öðrum gestgjöfum að þú greiðir ræstitækninum þínum sanngjörn laun.