Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt velur þú bókun á ferðasíðunni. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Ef þú átt innritun eftir 15. ágúst verða nýrri upplýsingar hér 15. júlí 2020.

  Hvernig get ég gert eignina mína aðgengilegri fyrir gesti með fötlun?

  Heimilið þitt gæti verið aðgengilegra en þú heldur. Byrjaðu á að fara yfir lista okkar yfir atriði sem tengjast aðgengi og sem þú getur bætt við skráninguna þína. Gefðu þér tíma til að skoða eignina þína og fara yfir þá kosti sem eiga nú þegar við, eins og að stígur fyrir framan húsið sé vel lýstur, það séu engar tröppur eða að gangar séu breiðir. Ef þú bætir þannig atriðum við skráninguna með ljósmyndum hjálpar það gestum með fötlun og aðrar aðgengisþarfir að ákveða hvort heimili þitt henti þörfum þeirra. Frekari upplýsingar um hvernig má bæta aðgengi.

  Áður en gestur bókar hjá þér gæti hann beðið þig um að gera nokkra hluti til að eignin þín verði aðgengilegri. Við gerum ráð fyrir því að þú takir vel í sanngjarnar beiðnir er gera eignina þína öruggari og þægilegri fyrir gesti með fatlanir og aðrar aðgengisþarfir, alveg eins og þú mundir hliðra til fyrir gesti sem mæta seint á staðinn eða þurfa aðstoð við að útvega far á flugvöll.

  Hægt er að verða við flestum beiðnum á innan við tíu mínútum og þú ættir að geta bætt þessum atriðum við það sem þú gerir vanalega þegar þú tekur á móti gestum.

  Hér eru nokkur dæmi um sanngjarnar beiðnir:

  1. Beðið er um að nauðsynjahlutir séu settir á fyrir fram ákveðinn stað áður en gestur kemur (t.d. handklæði, diskar)
  2. Beðið er um að létt húsgögn séu færð til (t.d. að renna stól eða borði til hliðar til að auka pláss, að færa hlut til að auðvelda aðgengi að innstungu)

  Láttu vita hvað þú getur gert. Ef þú getur ekki gert ákveðna hluti, eins og að færa til þung húsgögn, skaltu láta gestinn vita. Okkur er ljóst að líkamlegri getu gestgjafa eru takmörk sett en það getur komið í veg fyrir að þeir gert sumar breytingar.

  Notaðu eigin dómgreind til að meta hvort beiðni er sanngjörn, en mundu að þú getur ekki hafnað beiðni einfaldlega vegna þess að gestur er með fötlun. Það brýtur í bága við reglur gegn mismunun hjá Airbnb en þeim er ætlað að hjálpa gestum okkar að finna örugga og aðgengilega dvalarstaði um heim allan.

  Atriði sem hafa þarf í huga þegar rætt er við gesti um aðgengi

  Aðgengisþarfir einstaklinga eru aldrei nákvæmlega eins svo að það er mikilvægt að ræða við gestinn um þarfir hans. Byrjaðu á því að mæla eignina nákvæmlega svo að gestir geti ákveðið hvort heimili þitt hentar þeim.

  Ef þú færð spurningu varðandi aðgengi:

  • Lýstu hindrunum nákvæmlega þannig að gesturinn skilji hvað við er að eiga.
  • Láttu gestinn vita ef þú þarft frekari upplýsingar; gestir vita hvað þeir ráða við og eru oft tilbúnir að tjá sig um þarfir sínar.
  • Vertu til reiðu að gera skynsamlegar breytingar, til dæmis að færa hluti neðar.
  • Láttu vita hvenær og hvers vegna þú getur ekki gert breytingar. Til dæmis ef þú getur ekki fært rúm þar sem það er of þungt.
  • Staðfestu að gesturinn sé með allar nauðsynlegar upplýsingar til að átta sig á því hvort hann geti farið örugglega um eignina áður en þú samþykkir bókunina.

  Hvernig þú getur aflað þér frekari upplýsinga um þarfir gests

  Hafðu í huga að þetta er samstarf ykkar í milli og að þú getur aukið aðgengi gestsins á heimilinu ef þið eruð til í að nota hugmyndaflugið.

  Stundum veistu að allt getur gengið upp eftir nokkrar spurningar. Hér eru nokkur dæmi um slík samskipti:

  Gestur: Það kemur ekki fram að dyragáttin á baðherberginu sé 81 cm breið. Er annað baðherbergi á staðnum?

  Gestgjafi: Nei, en á ég að mæla dyrnar til að sjá hvort það sé nógu breitt fyrir þig?

  Gestur: Já, gjarnan! Stóllinn minn er 71 cm breiður svo að ég þarf að hafa nóg pláss til að hann komist í gegn og komast nógu langt inn til að ég geti lokað á eftir mér.

  Gestgjafi: Ég mældi dyrnar og þær eru 76 cm breiðar og þú munt því hafa 2,5 cm til hvorrar hliðar. Ég held ekki að þú munir geta lokað dyrunum á eftir þér en þar sem baðherbergið er í svefnherberginu geturðu lokað svefnherbergisdyrunum til að fá næði. Er það í lagi?

  Gestur: Já, það er í lagi. Takk fyrir!

  Stundum getið þið unnið saman svo að allt gangi upp:

  Gestur: Hvar eru diskarnir geymdir?

  Gestgjafi: Í efstu hillu við hliðina á ísskápnum. Á ég að færa þá annað?

  Gestur: Takk, geturðu lagt stell fyrir tvo á borð í eldhúsinu?

  Stundum sérðu að ekkert er hægt að gera:

  Gestur: Ég sá að það er bókahilla á ganginum. Er hægt að færa hana svo að ég komist í gegn?

  Gestgjafi: Bókahillurnar eru festar við vegginn og ég get ekki fært þær. Viltu að ég mæli bilið milli þeirra og veggsins á móti til að sjá hvort þú komist framhjá þeim?

  Gestur: Takk fyrir boðið en ég sé af myndunum að ég kemst ekki inn ganginn ef hillurnar eru þarna. Ég finn mér annan stað að gista.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?