Stökkva beint að efni
Notaðu upp og niður örvalyklana til að skoða tillögurnar.
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hver getur orðið gestgjafi á Airbnb?

Næstum því allir geta verið gestgjafar. Það er ókeypis að stofna aðgang og skrá eign. Eignirnar sem eru í boði á síðunni eru eins fjölbreyttar og gestgjafarnir sem skrá þær. Þú getur því birt skráningu fyrir lausa vindsæng, heilt hús, herbergi á gistiheimilum eða -krám, trjáhús í skógum, bát úti á vatni eða kastala í álögum. Kynntu þér heimilistegundir frekar til að sjá hvernig er best að lýsa eigninni þinni.

Skrá má eignir nánast hvar sem er í heiminum. Þrátt fyrir að við viljum að markaðstorg Airbnb sé opið öllum ber okkur skylda til að fylgja alþjóðareglum sem setja íbúum tiltekinna landa takmörk um notkun síðunnar okkar.

Af hverju get ég ekki notað Airbnb þar sem ég er?

Airbnb er skylt að fara að alþjóðareglum sem setja íbúum tiltekinna landa takmörk um notkun síðunnar okkar. Þjónusta okkar er þar af leiðandi ekki í boði á Krímskaga, í Íran, á Sýrlandi og í Norður-Kóreu.