Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt velur þú bókun á ferðasíðunni. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Ef þú átt innritun eftir 15. september verða nýrri upplýsingar hér 15. ágúst 2020.

  Til hvers er reiturinn fyrir leyfi eða skráningarnúmer?

  Sums staðar er þess krafist að gestgjafar verði sér úti um leyfi eða skráningarnúmer til þess að skrá heimili sitt á Airbnb. Gestgjafar geta notað þennan reit til að fylgja lögum á staðnum með því að birta númerið sem þeir fá við skráninguna. Það er mikilvægt að benda á að þess er ekki krafist alls staðar að gestgjafar skrái sig og að þess er ekki heldur krafist að allir gestgjafar skrái sig. Ef ekkert númer kemur fram þarf það ekki að þýða að gestgjafi fari ekki að lögum.

  Sums staðar getur verið að í þessum reit standi „Skráning hjá borginni er í vinnslu“. Það merkir að gestgjafinn hefur byrjað skráningarferli hjá borgaryfirvöldum en hefur ekki enn fengið úthlutað leyfi eða skráningarnúmer. Það er í góðu lagi að bóka þessar eignir.

  Þú gætir einnig séð orðið „undanþegin“ í þessum reit. Þetta þýðir að skráning gestgjafans er undanþegin skráningarferli borgarinnar af ástæðum sem borgin ákveður. Það er einnig í góðu lagi að bóka þessar eignir.

  Ekki eiga í viðskiptum fram hjá verkvanginum.

  Í einstaka tilvikum gæti gestgjafi misnotað þennan reit og skráð símanúmer eða netfang ásamt því að hvetja þig til að eiga í beinum samskiptum til að bóka framhjá Airbnb. Það er mikilvægt að hafa í huga að ef þú átt í viðskiptum framhjá verkvanginum nýtur þú ekki verndar samkvæmt þjónustuskilmálum okkar, reglum um afbókanir og endurgreiðslu, gestgjafaábyrgð, gestgjafatryggingu og öðrum öryggisráðstöfunum.

  Ef óskað er eftir greiðslu fram hjá greiðslukerfinu á síðunni okkar eða ef þú heldur að þessi reitur sé misnotaður skaltuláta okkur vita og smella á flaggið til að tilkynna skráninguna.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?