Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Almennar spurningar um samfélagssáttmála Airbnb

  Hvað er samfélagssáttmáli Airbnb

  Fyrr á árinu kynntum við yfirgripsmikið átak í baráttunni gegn hlutdrægni og mismunun innan samfélags Airbnb. Við erum nú, í kjölfar þessa átaks, að biðja alla um að gangast undir eftirfarandi samfélagssáttmála frá og með 1. nóvember 2016 til þess að nota Airbnb áfram:

  Ég samþykki að sýna öllum í samfélagi Airbnb virðingu, án fordóma og mismununar, óháð kynþætti viðkomandi, trúarbrögðum, þjóðernisuppruna, fötlun, kyni, kynvitund, kynhneigð og aldri.

  Hvernig geng ég undir sáttmálann?

  Við munum sýna þér sáttmálann 1. nóvember eða síðar þegar þú skráir þig inn á, eða opnar, vefsetur Airbnb eða app fyrir snjallsíma eða spjaldtölvu og biðja þig um að gangast undir hann.

  Hvað ef ég hafna sáttmálanum?

  Ef þú hafnar sáttmálanum munt þú hvorki getað tekið á móti gestum eða bókað eignir á Airbnb og þér gefst tækifæri á að loka aðganginum þínum. Þegar aðganginum hefur verið lokað falla ferðir sem þú hefur ekki farið niður. Þú getur eftir sem áður vafrað á Airbnb en þú munt ekki geta gengið frá bókunum eða tekið á móti gestum.

  Hvað verður um greiðslur mínar ef ég hafna sáttmálanum og loka aðganginum mínum?

  Ef þú lokar aðganginum þínum sem gestur verða allar ónýttar bókanir endurgreiddar í samræmi við afbókunarreglu gestgjafans þíns. Endurgreiðslan ætti að berast þér innan 7 virkra daga. Ef þú lokar aðganginum þínum sem gestgjafi verður þér greitt fyrir loknar ferðir með sama máta og vanalega innan 14 virkra daga. Hvorki gestgjafar né gestir geta nýtt gjafakort Airbnb, afsláttarkóða eða inneign vegna tilvísana. Ef þú átt útistandandi skuld við Airbnb munum við auk þess hafa samband við þig til að ganga frá eftirstöðvunum.

  Ég er gestgjafi. Hvar get ég séð hvaða áhrif þessi sáttmáli og stefna gegn mismunun hefur á mig?

  Þú getur kynnt þér úrræði fyrir gestgjafa en þar er að finna algengar spurningar gestgjafa um stefnu Airbnb gegn mismunun.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?