Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Veldu bókun á ferðasíðunni til þess að finna valmöguleika fyrir afbókanir og endurgreiðslu. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Við setjum inn fréttir 1. og 15. dag hvers mánaðar.

  Hvað ef ég þarf að afbóka sökum neyðartilviks eða óhjákvæmilegra aðstæðna?

  Athugaðu: Þessi grein fjallar ekki um málsbætur sem tengjast heimsfaraldri kórónaveirunnar (COVID-19). Kynntu þér grein okkar um gildar málsbætur vegna COVID-19 fyrir frekari upplýsingar um hvaða aðstæður teljast gildar vegna COVID-19 og þá einkum hvaða takmarkanir gilda um bókanir sem eru gerðar eftir 14. mars 2020.

  Hvernig þetta virkar

  Við getum mögulega gefið þér endurgreiðslu eða fallið frá afbókunarviðurlögum ef þú þarft að afbóka af óvæntum ástæðum sem þú hefur ekki stjórn á. Hér að neðan eru taldar um aðstæður sem heyra undir viðmiðunarreglur okkar um gildar málsbætur. Áður en þú afbókar skaltu athuga hvort aðstæðurnar séu taldar upp hér að neðan og þú getir lagt fram gögnin sem þarf.

  Mikilvægt er að hafa í huga að afbókanir án viðurlaga eru aðeins í boði vegna gildra málsbóta sem eiga sér stað fyrir formlegan innritunardag bókunarinnar. Að auki eiga reglur okkar um gildar málsbætur ekki við um bókanir hjá Luxe eða Luxury Retreats sem falla undir sérstakar reglur um endurgreiðslu til gesta hjá Luxe.

  Aðstæður sem þarfnast skjalfestingar

  Dauðsfall gestgjafa, gests eða samgestgjafa, viðbótargests, nánasta aðstandanda eða umönnunaraðila. Þú þarft að sýna eitt af eftirfarandi:

  • Dánarvottorð
  • Dánartilkynning
  • Fréttagrein þar sem hinn látni er nefndur
  • Lögregluskýrsla

  Óvænt, alvarleg veikindi eða líkamstjón gestgjafa eða einhvers úr hópi gesta. Þú þarft að framvísa læknisvottorði til staðfestingar á því að viðkomandi geti ekki tekið á móti gestum eða ferðast vegna óvæntra, alvarlegra veikinda eða líkamstjóns. Vottorðið þarf einnig að vera dagsett eftir að gengið var frá bókuninni og það lagt fram innan 14 daga frá afbókun. Ástand sem var til staðar og notandi vissi af við bókun fellur ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur að svo stöddu.

  Takmarkanir sem hið opinbera leggur á svo sem seta í kviðdómi, ferðatakmarkanir, mæting fyrir dómi og hernaðarstarf. Þú þarft að leggja fram afrit af opinberri tilkynningu dagsettri eftir að gengið var frá bókuninni með nafni þess sem þarf að sinna skyldunni.

  Ófyrirséð eignatjón, viðhald eða vandamál vegna þæginda tengd skráðu eigninni á Airbnb sem valda gestum hættu eða koma í veg fyrir að gestir fái afnot af nauðsynlegum þægindum á borð við rennandi vatn. Þetta á ekki við um fyrirhugaðar endurbætur. Þú þarft að sýna allt af eftirfarandi:

  • Sönnun þess að verið sé að laga vandamálið
  • Áætlun um hvenær viðgerðum lýkur
  • Reikning fyrir yfirstandandi viðgerðum
  • Ljósmyndir af tjóninu

  Samgöngutruflanir sem valda því að ómögulegt er að komast á áfangastað en þetta geta meðal annars verið lokanir á vegum eða afbókanir á flugi þegar ekki er hægt að ferðast með öðrum samgöngumáta. Þar með taldar eru lokanir og niðurfellingar vegna náttúruhamfara svo sem jarðskjálfta og aftakaveðurs. Þú munt þurfa að sýna tilkynningu um lokun vegarins eða gögn frá flugfélaginu um niðurfellingu flugsins og fylgiskjöl sem sýna fram á að ekki sé hægt að ferðast á áfangastaðinn.

  Niðurfellingar á flugi, rútum eða ferjum þegar engar aðrar ferðir voru í boði sama dag. Þú munt þurfa að sýna gögn þess efnis að flutningafyrirtækið hafi ekki starfað þann dag svo sem skjámynd af vefsetri félagsins eða hlekk á opinbera yfirlýsingu frá flutningafyrirtækinu.

  Aðstæður sem þarfnast sérstakrar skoðunar

  Engar kröfur eru um áskilin skjöl við þessar aðstæður en við setjum sérhæft teymi í að yfirfara hvert mál til staðfestingar á því að það eigi við um þig.

  Bókanir á opnum heimilum sem hafa verið felldar niður. Frekari upplýsingar um opin heimili.

  Náttúruhamfarir, hryðjuverkastarfsemi og borgaraleg eða pólitísk ókyrrð sem koma í veg fyrir að gestir ferðist til áfangastaðar, eða frá áfangastað, eða sem stofna gestum í hættu.

  Farsótt eða sjúkdómur sem leggst skyndilega á í héraði eða heilan hóp fólks. Þetta á ekki við um sjúkdóma sem eru þegar landlægir á staðnum eins og t.d. mýraköldu í Taílandi eða beinbrunasótt í Havaí. Allar breytingar á reglum varðandi uppkomu sjúkdóms og umfang reglubeitinga verða teknar á grundvelli tilkynninga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og staðaryfirvöldum.

  Ferðatakmarkanir lagðar á af ríkisstjórn, löggæslustofnun eða hernum til takmörkunar á ferðum þangað sem eignin eða upplifunin er staðsett eða af staðnum.

  Öryggisviðvaranir gefnar út varðandi staðsetningu þar sem eign eða upplifun er eða á brottfararstað gestahóps.

  Lokun á nauðsynlegri veituþjónustu sem hefur áhrif þar sem eignin eða upplifunin er staðsett.

  Breytingar á kvöðum um vegabréf eða vegabréfsáritanir sem gera fólki ófært að komast á áfangastað sinn. Þetta á ekki við um týnd eða útrunnin ferðaskilríki.

  Hvað tekur við

  Þegar þú hefur staðfest að þínar kringumstæður falli undir ofangreint skaltu fyrst fella niður heimilisbókun þína eða upplifun á Airbnb. Ef bókunin þín telst hafa viðurkenndar og gildar málsbætur verður þér tilkynnt að bókunin þín uppfylli skilyrði fyrir afbókun án viðurlaga og þér verður endurgreitt að fullu ef þú ert gestur.

  Ef bókunin þín uppfyllir ekki skilyrðin sjálfkrafa skaltu halda afbókuninni áfram og hafa svo samband við okkur til að stofna kröfu. Við leiðum þig í gegnum næstu skref svo sem að leggja fram áskilin gögn og að bíða eftir því að teymið okkar hafi yfirfarið málið þitt. Leggja þarf kröfur fram innan 14 daga frá afbókun.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Skráðu þig inn til að fá sérsniðna aðstoð

  Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
  Nýskráning