Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Reglur um gildar málsbætur

Athugaðu: Aðstæður sem tengjast heimsfaraldri COVID-19 falla ekki lengur undir þessa reglu frá og með 31. maí 2022. Fyrir bókanir gerðar fyrir 31. maí 2022 halda tilteknar aðstæður tengdar COVID-19 áfram að falla undir reglurnar. Aðrar reglur gilda um bókanir í Luxe og innanlandsbókanir í Suður-Kóreu.

Gildistökudagur: 20. janúar 2021

Yfirlit

Þessar reglur um gildar málsbætur útskýra meðhöndlun afbókana þegar ófyrirséðir atburðir, sem þú hefur ekki stjórn á, koma upp eftir að bókun er gerð og gera það ófært eða ólöglegt að ljúka bókuninni. Þessar reglur gilda um bókanir á gistingu sem og upplifunum.

Þegar þessar reglur heimila afbókun gilda þær í stað afbókunarreglu bókunarinnar. Gestir sem verða fyrir áhrifum af atburði sem fellur undir þessar reglur geta afbókað og fengið endurgreitt, eftir aðstæðum, í formi reiðufjár, ferðainneignar og/eða annars endurgjalds. Gestgjafar sem verða fyrir áhrifum af atburði sem fellur undir þessar reglur geta afbókað án neikvæðra afleiðinga en í dagatali gæti verið lokað fyrir dagana sem niðurfellda bókunin átti að eiga sér stað eftir aðstæðum.

Hvaða atburðir falla undir reglurnar

Í þessum reglum vísar hugtakið „viðburður“ til eftirfarandi aðstæðna sem koma upp eftir bókun, eru ófyrirsjáanlegar þegar bókun er gerð og koma í veg fyrir, eða banna með lögum, að bókun sé lokið.

Breytingar á kröfum stjórnvalda um ferðalög. Óvæntar breytingar opinberra stofnana á kvöðum um vegabréfsáritanir eða vegabréf sem koma í veg fyrir að fólk komist á áfangastað sinn. Þetta á ekki við um týnd eða útrunnin ferðaskilríki eða aðrar persónulegar aðstæður sem tengjast heimild gests til að ferðast.

Yfirlýst neyðarástand og faraldrar. Staðbundið eða landlægt neyðarástand, faraldrar, heimsfaraldrar og neyðarástand fyrir lýðheilsu sem stjórnvöld lýsa yfir. Þetta á ekki við um sjúkdóma sem eru landlægir eða algengir á staðnum eins og t.d. mýrakalda í Taílandi eða beinbrunasótt í Havaí.

Ferðatakmarkanir stjórnvalda. Ferðatakmarkanir opinberra stofnana sem koma í veg fyrir eða banna að fólk komist á, dvelji eða komist aftur til baka frá staðnum þar sem skráða eignin er. Þetta nær ekki yfir ferðaráðleggingar og aðra opinbera leiðsögn sem er ekki bindandi.

Hernaðarbrölt og önnur átök. Stríðsárásir, átök, innrásir, borgarastyrjöld, hryðjuverkaárásir, sprengingar, sprengjuárásir, óeirðir og borgaraleg óreiða.

Náttúruhamfarir. Náttúruhamfarir, stórfelld bilun á nauðsynlegri veituþjónustu, eldgos, flóðbylgjur og aðrir alvarlegir og óeðlilegir veðuratburðir. Þetta á ekki við um veður eða náttúrulegar aðstæður sem eru nógu algengar til að vera fyrirsjáanlegar á þeim stað, til dæmis fellibyljir sem verða á fellibyljatímabilinu í Flórída.

Hvað fellur ekki undir þær

Allt hitt. Þessar reglur leyfa aðeins afbókanir vegna ofangreindra atburða. Allt annað er undanskilið. Dæmi um aðstæður sem þessar reglur leyfa ekki afbókanir eru vegna: óvænts sjúkdóms, veikinda eða meiðsla, opinberra skyldna eins og kviðdómssetu, mætingar fyrir rétti eða hernaðarstarfa; ferðaráðlegginga eða annarra leiðbeininga stjórnvalda (sem eru vægari en ferðabann), afbókana eða breytinga á tímasetningu viðburðar sem bókunin er vegna og samgöngutruflana sem tengjast ekki atburðinum sem fellur undir reglurnar svo sem lokanir á vegum og afbókanir á flugi og ferðir með lestum, rútum eða ferjum. Ef þú hættir við bókun í þessum tilvikum miðast endurgreiðslan við afbókunarregluna sem gildir um bókunina.

Hvað tekur við

Ef við látum þig vita eða birtum upplýsingar sem staðfesta að þessar reglur gildi um bókunina þína skaltu fylgja leiðbeiningum frá okkur varðandi afbókun. Þegar við höfum tilkynnt þér eða birt upplýsingar um hvernig reglurnar eiga við ættir þú að geta afbókað samkvæmt þessum reglum með því að opna ferðasíðuna þína og fella þar niður bókunina sem varð fyrir áhrifum. Ef þú telur þessar reglur gilda um bókun þína en við höfum ekki tilkynnt þér eða birt upplýsingar um atburðinn skaltu hafa samband við okkur til að fella bókun þína niður. Þú ættir í öllum tilvikum að gera ráð fyrir að leggja fram gögn sem sýna hvernig atburðurinn hefur haft áhrif á þig eða bókunina þína.

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband.

Annað til að hafa í huga

Þessar reglur gilda um allar bókanir með innritun frá og með gildistökudegi. Þessar reglur gilda ekki um bókanir hjá Luxe sem falla undir sérstakar reglur um endurgreiðslu til gesta hjá Luxe.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning