Staðfesting á auðkenni þínu
Stefna okkar er að skapa traust á milli gesta og gestgjafa á Airbnb.
Þrátt fyrir að ekkert auðkenningarferli sé fullkomið og við getum ekki tryggt auðkenni tiltekins aðila, gerum við ráðstafanir til að allir geti verið öruggir um að gestir og gestgjafar á Airbnb séu þeir sem þeir segjast vera. Þetta er ástæða þess að við fylgjum ákveðnum verkferlum í þeirri viðleitni að bera kennsl á auðkenni notenda okkar.
Við gerum kröfu um að gestgjafar sem bjóða gistingu, nýir samgestgjafar og gestir sem bóka séu með staðfest auðkenni. Þegar þú bókar gistingu eða gerist gestgjafi gætum við þurft að staðfesta persónuupplýsingar þínar, svo sem nafn að lögum, heimilisfang, símanúmer og aðrar samskiptaupplýsingar. Við gætum einnig óskað eftir mynd af opinberum skilríkjum þínum og sjálfsmynd. Einnig er staðfesting á auðkenni áskilin fyrir tilteknar upplifanir.
Kynntu þér friðhelgisstefnu okkar og fáðu frekari upplýsingar um traust og öryggi á Airbnb.
ATHUGAÐU
Þegar einhver hefur fengið „staðfestingu á auðkenni“ eða merki sem gefur slíkt til kynna, þýðir það einfaldlega að viðkomandi hafi framvísað upplýsingum til að ljúka staðfestingarferli okkar. Þetta ferli felur í sér ákveðnar öryggisráðstafanir en er ekki trygging fyrir því að tiltekinn aðili sé sá sem hann segist vera.
Ástæða þess að við staðfestum auðkenni þitt
Staðfesting á auðkenni gesta hjálpar okkur að:
- Skima eftir sviksamlegu athæfi
- Framkvæma bakgrunnsathugun þar sem slíkt er heimilt samkvæmt lögum
- Átta okkur á því hvort einhver sem hafi illt í huga hafi tekið yfir aðgang
- Rannsaka öryggismál svo sem árásir, rán eða sviksamlegt athæfi
Svona gengur ferlið fyrir sig
Við gætum óskað eftir eftirfarandi frá þér sem hluta af staðfestingarferlinu:
- Nafni að lögum, heimilisfangi og/eða öðrum persónuupplýsingum: Í sumum tilvikum nægja þessar upplýsingar okkur til að staðfesta auðkenni þitt.
- Ljósmynd af opinberum skilríkjum þínum: Þetta gæti verið ökuskírteini, vegabréf eða persónuskilríki. Frekari upplýsingar um mismunandi tegundir opinberra skilríkja.
- Sjálfsmynd: Við gætum beðið þig um sjálfsmynd ásamt opinberum skilríkjum þínum. Ef þú getur ekki framvísað sjálfsmynd sem stemmir við opinberu skilríkin getur þú haft samband við okkur og óskað eftir öðrum staðfestingarmáta.
Athugaðu: Ef þú ert með gistirekstur gætum við óskað eftir staðfestingu á viðbótarupplýsingum fyrir aðganginn þinn og aðra aðganga sem tengdir eru rekstrinum. Frekari upplýsingar.
Hve langan tíma tekur að staðfesta auðkenni
Eftir að þú sendir inn upplýsingar þínar gætu allt að 12 klukkustundir liðið áður en auðkenni þitt er yfirfarið og staðfest.
Staðfesting á auðkenni frá aðgangsstillingum
Þú getur staðfest auðkenni þitt úr aðgangsstillingum með því að senda inn ljósmynd af opinberu skilríkjunum þínum. Þú getur gert það þegar þú stofnar aðgang eða uppfærir aðgangsupplýsingar.
Hvar við birtum stöðu þína á staðfestu auðkenni
Staða þín á staðfestu auðkenni gæti komið fram á skráningarsíðu þinni undir merkinu „staðfest auðkenni“ eða annars staðar á Airbnb undir rauðu gátmerki við hliðina á notandamyndinni þinni. Staða þín á staðfestu auðkenni kemur einnig fram á notandalýsingu þinni undir hlutanum upplýsingar sem [nafn þitt] hefur staðfest.
Áttu í vandræðum?
- Skoðaðu skilaboðin þín: Þér gætu hafa borist viðbótarupplýsingar með textaskilaboðum, tölvupósti eða símleiðis. Telur þú að þú hafir misst af tölvupósti? Frekari upplýsingar.
- Veittu myndavélaheimild: Airbnb appið eða vafrinn sem þú notar gætu þurft heimild til að nota myndavélina þína. Virkar þetta ekki enn? Prófaðu að endurhlaða appið eða síðuna.
- Notaðu hágæðamyndir: Taktu myndir í herbergi með góðri lýsingu og gættu þess að andlit þitt sé skýrt en ekki hulið og komdu upplýsingum fyrir innan hvítu línanna. Með því að nota „sjálfvirka“ stillingu getur appið sjálfkrafa tekið hágæðamyndir en þú getur alltaf breytt til baka í handvirka stillingu. Höfuðföt af trúarlegum ástæðum eru í góðu lagi en gættu þess að það sjáist í augu þín, nef og munn.
- Sendu inn myndir af upprunalegum (ekki ljósrituðum) og óskemmdum skilríkjum: Ef tvær hliðar eru á skilríkjunum, eins og ökuskírteini eða innlendu kennivottorði skaltu senda inn mynd bæði af fram- og bakhlið.
Þegar við staðfestum á þér deili
Þú þarft að staðfesta auðkenni þitt sem gestur þegar þú bókar og sem gestgjafi þegar þú skráir eign eða upplifun í fyrsta skipti. Gestgjafar sem bjóða gistingu og ljúka ekki staðfestingu á auðkenni geta ekki tekið við nýjum bókunum þar til staðfestingu hefur verið lokið.
Bókanir
Ef þú ert gestur sem bókar gistingu þarftu að ljúka staðfestingu á auðkenni. Ef þú ert gestur sem bókar upplifun gætir þú þurft að ljúka staðfestingu á auðkenni, fari gestgjafinn fram á það.
Þetta skref birtist á greiðslusíðunni og tekur yfirleitt innan við mínútu að ljúka. Þegar þú hefur framvísað öllum upplýsingum ætti staðfestingu á auðkenni þínu að ljúka innan nokkurra klukkustunda.
Ef við getum ekki notað upplýsingarnar sem þú gefur upp til að staðfesta auðkenni þitt við bókun, munum við biðja þig um að staðfesta það með öðrum hætti, eins og að gefa upp nafn þitt að lögum, heimilisfang eða aðrar samskiptaupplýsingar. Við gætum einnig óskað eftir mynd af opinberum skilríkjum þínum og sjálfsmynd.
Því fyrr sem þú veitir þessar upplýsingar, því hraðar getum við staðfest bókun þína og hugað að framhaldinu.
ATHUGAÐU
Ef þú ert að reyna að bóka er mjög mikilvægt að þú veitir okkur nauðsynlegar upplýsingar, eigi síðar en 12 klst. frá því að þú sendir bókunarbeiðnina.
Ekki er hægt að ganga frá bókun þinni nema að við getum staðfest auðkenni þitt innan 12 klst.
Skráningar
Ef þú ert nýr gestgjafi að skrá eign eða upplifun í fyrsta sinn þarftu að staðfesta auðkenni þitt með opinberum skilríkjum eða öðrum upplýsingum á meðan þú ferð í gegnum startpakka Airbnb. Skráningin þín verður ekki birt fyrr en þessu skrefi er lokið.
Ef þér hefur verið boðið að gerast samgestgjafi skráningar þarftu að ljúka staðfestingu á auðkenni áður en þú getur samþykkt boðið.
Ef þú ert nú þegar gestgjafi, samgestgjafi skráður sem aðalgestgjafi eða upplifunargestgjafi, þarftu að ljúka staðfestingu á auðkenni eins fljótt og auðið er. Ef ekki er gengið frá staðfestingu gæti það haft í för með sér afleiðingar eins og lokun á dagatali.
Sé lokað á dagatal þitt sökum þess að þú hafir ekki lokið staðfestingu á auðkenni, munt þú ekki geta tekið við nýjum bókunum þar til þú lýkur þessu skrefi.
Opnaðu síðu okkar fyrir staðfestingu á auðkenni til að staðfesta á þér deili sem gestgjafi. Hér getur þú:
- Sett inn ljósmynd sem þú átt af skilríkjum þínum
- Tekið mynd af skilríkjum þínum með vefmyndavélinni
Staðfestingarmerki
Aðgangar sem hafa lokið staðfestingu á auðkenni fá staðfestingarmerki sem birtist á skráningarsíðunni. Þegar þú færð staðfestingarmerki gildir það bæði um þig sem gest og gestgjafa.
Ef þú breytir persónuupplýsingum þínum eftir að hafa lokið staðfestingu á auðkenni, til dæmis ef þú breytir nafni þínu eða fjarlægir opinber skilríki af notandalýsingunni, gætir þú misst staðfestingarmerkið og þurft að fara í gegnum staðfestingarferlið aftur til að bóka eða taka á móti bókunum.
Athugaðu: Sumir faggestgjafar stofna fleiri en einn aðgang til að hafa umsjón með öllum skráningum sínum. Í þessum tilvikum birtist staðfestingarmerkið ekki endilega við alla aðganga, jafnvel þótt fyrirtækið sem tengt er aðganginum hafi lokið staðfestingu. Frekari upplýsingar um staðfestingu á fyrirtækjum.
Hverju við deilum
Auðkennisupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar í samræmi við friðhelgisstefnu okkar og þeim verður ekki deilt með gestgjöfum né gestum.
Þar að auki gætum við deilt auðkennisupplýsingum þínum með viðurkenndum, utanaðkomandi þjónustuveitendum sem koma að staðfestingarferlinu, meðal annars til að staðfesta auðkenni þitt, ganga úr skugga um lögmæti skilríkja þinna og framkvæma bakgrunnsathuganir (þar sem slíkt er heimilt samkvæmt gildandi lögum).
Meðhöndlun upplýsinga þinna
Eingöngu starfsfólk Airbnb með sérstaka heimild og viðurkenndir, utanaðkomandi þjónustuveitendur fá aðgang að upplýsingunum sem þú framvísar. Allar upplýsingar eru geymdar og sendar með öruggri dulkóðun. Við geymum aðeins gögnin eins lengi og nauðsynlegt er í samræmi við gildandi lög og kröfur, þar á meðal:
- Nauðsynlegan tíma til að uppfylla kröfur um öryggi og aðgerðir gegn svikum
- Í samræmi við samfélagsreglur Airbnb
- Reglufylgni við kröfur um aðgerðir gegn peningaþvætti
- Reglufylgni við greiðsluskyldu og skattalög
Við eyðum persónuupplýsingum í samræmi við gildandi lög ef beiðni varðandi réttindi skráðs aðila um eyðingu gagna berst.
Það sem gestgjafi gæti óskað eftir
Gestgjafi gæti óskað eftir skilríkjum við innritun, fari hún fram í eigin persónu og slíkt sé tekið fram í húsreglum gestgjafans við bókun eða viðkomandi beri skylda til þess samkvæmt gildandi lögum.
Sums staðar kveða lög á um að gestir skrái sig hjá staðaryfirvöldum. Þetta má gera beint hjá staðaryfirvöldum eða í gistieigninni sjálfri fyrir hönd yfirvalda. Þar sem þetta á við getur skráningarbeiðnin komið frá gistiheimili, farfuglaheimili eða hótelherbergi, íbúðaskráningu eða öðru húsnæði sem skráð er á Airbnb.
Greinar um tengt efni
- Gestur
Hvernig skilríkjum er framvísað
Þú getur staðfest auðkenni þitt annaðhvort með nafni þínu og heimilisfangi samkvæmt lögum eða ljósmynd af opinberum skilríkjum. - Gestur
Tegundir skilríkja til staðfestingar
Nafn þitt að lögum ásamt heimilisfangi og/eða öðrum persónuupplýsingum nægja okkur oft til að staðfesta auðkenni þitt. Við gætum einnig fari… - Gestur
Hvað gerist þegar skilríki þín eru skoðuð
Ef „skilríki skoðuð“ stendur við notandalýsingu merkir það að notandinn hafi framvísað opinberum skilríkjum. Þetta hjálpar okkur að gæta öry…