Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Staðfesting á auðkenni þínu

Friðhelgi og öryggi samfélags okkar er forgangsatriði hjá Airbnb. Við leitum sífellt nýrra leiða til að gera samfélag okkar eins öruggt fyrir alla og mögulegt er.

Markmið okkar er að allir geti treyst því að gestir og gestgjafar á Airbnb séu þeir sem þeir segjast vera. Þegar þú bókar gistingu eða upplifun, eða gerist gestgjafi, gætum við því þurft að staðfesta persónuupplýsingar þínar, svo sem nafn að lögum, heimilisfang, símanúmer og aðrar samskiptaupplýsingar. Við gætum einnig óskað eftir mynd af opinberum skilríkjum þínum og/eða sjálfsmynd.

Skoðaðu friðhelgisstefnuna okkar og kynntu þér traust og öryggi á Airbnb.

Staðfest auðkenni

Frá og með 16. nóvember 2022 þarftu að staðfesta auðkenni þitt til að bóka gistingu í: Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Brasilíu, Kanada, Síle, Kólumbíu, Kosta Ríka, Króatíu, Danmörku, Dóminíska lýðveldinu, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Grikklandi, Indlandi, Indónesíu, Írlandi, Ítalíu, Japan, Kóreu, Malasíu, Mexíkó, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Noregi, Filippseyjum, Póllandi, Portúgal, Suður-Afríku, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi og Bandaríkjunum (þ.m.t. Púertó Ríkó).

Hvers vegna við staðfestum á þér deili

Staðfesting á auðkenni gesta hjálpar okkur að:

 • Ganga úr skugga um að fólk gefi á sér rétt deili.
 • Gera bakgrunnsathuganir (af öryggisástæðum, viðurlögum o.s.frv.)
 • Átta okkur á því hvort einhver sem hafi illt í huga hafi tekið yfir aðgang
 • Rannsaka öryggismál svo sem árásir, rán eða sviksamlegt athæfi

Kröfur gestgjafa um staðfestingu á auðkenni

Sumir gestgjafar taka aðeins við bókunum frá gestum með staðfest auðkenni. Þetta getur einnig átt við staðfest opinber skilríki, til dæmis ef eignin er staðsett í byggingu sem setur takmarkanir.

Það sem við gætum óskað eftir

Við gætum óskað eftir eftirfarandi frá þér sem hluta af staðfestingarferlinu:

 • Nafni að lögum, heimilisfangi og/eða öðrum persónuupplýsingum. Oft nægja þessar upplýsingar til að staðfesta auðkenni þitt.
 • Ljósmynd af opinberum skilríkjum þínum. Þetta gæti verið ökuskírteini, vegabréf, kennivottorð eða vegabréfsáritun. Frekari upplýsingar um mismunandi tegundir af opinberum skilríkjum.
 • Sjálfsmynd. Við gætum beðið þig um sjálfsmynd ásamt opinberum skilríkjum þínum. Ef þú getur ekki framvísað sjálfsmynd sem stemmir við opinberu skilríkin getur þú haft samband við okkur og óskað eftir öðrum staðfestingarmáta.

Staðfesting á auðkenni úr aðgangsstillingum

Þú getur alltaf staðfest auðkenni þitt úr aðgangsstillingunum með því að senda inn ljósmynd af opinberu skilríkjunum þínum. Þú getur gert það þegar þú stofnar aðgang eða uppfærir aðgangsupplýsingar.

Athugaðu: Staðfesting á auðkenni hjá Airbnb er ekki viðurkenning né trygging á auðkenni einstaklings eða að samskipti við viðkomandi verði örugg. Notaðu ávallt eigin dómgreind og fylgdu öryggisábendingum okkar fyrir gesti og gestgjafa.

Þegar við staðfestum á þér deili

Bókanir

Þegar þú bókar gistingu þar sem staðfestingu á auðkenni er krafist birtist þetta skref á greiðslusíðunni og það tekur vanalega innan við mínútu að ljúka því.

Ef við getum ekki notað upplýsingarnar sem þú gefur upp til að staðfesta auðkenni þitt við bókun munum við biðja þig um að staðfesta það með öðrum hætti, eins og með opinberum skilríkjum. Því fyrr sem þú veitir þessar upplýsingar, því hraðar getum við staðfest bókun þína og hugað að framhaldinu.

Athugaðu: Það er mjög mikilvægt að þú veitir okkur nauðsynlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er. Ef við getum ekki staðfest auðkenni þitt innan 12 klst. frá því að bókunarbeiðnin er send verður bókunin felld niður.

Skráningar

Þú hefur sólarhring til að ljúka auðkennisferlinu ef þú ert gestgjafi sem skráir nýja eign og fékkst beiðni um að staðfesta auðkenni þitt með opinberum skilríkjum eða öðrum upplýsingum. Það er að meðtöldum tímanum sem þarf til að framvísa umbeðnum upplýsingum og tímanum sem fer í að staðfesta auðkennið.

Þegar við höfum staðfest auðkenni þitt getur þú byrjað að taka við bókunum.

Hverju við deilum

Auðkennisupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar í samræmi við friðhelgisstefnu okkar og þeim verður ekki deilt með gestgjöfum né gestum. Við deilum aðeins eftirfarandi þegar gestgjafi gerir kröfu um að gestur hafi framvísað staðfestum opinberum skilríkjum:

 • Eiginnafni. Þetta er eiginnafn þitt eins og það kemur fram á notandalýsingunni þinni.
 • Stöðu staðfestingar. Hvort auðkenni hafi verið staðfest.

Hvernig við meðhöndlum gögn þín

Eingöngu starfsmenn Airbnb með sérstaka heimild fá aðgang að upplýsingunum sem þú framvísar. Allar upplýsingar eru geymdar og sendar með öruggri dulkóðun. Við geymum aðeins gögnin eins lengi og nauðsynlegt er í samræmi við gildandi lög og kröfur, þar á meðal:

 • Nauðsynlegan tíma til að uppfylla kröfur um öryggi og aðgerðir gegn svikum
 • Í samræmi við samfélagsreglur Airbnb
 • Reglufylgni við kröfur um aðgerðir gegn peningaþvætti
 • Reglufylgni við greiðsluskyldu og skattalög

Við eyðum persónuupplýsingum í samræmi við gildandi lög ef beiðni varðandi réttindi skráðs aðila um eyðingu gagna berst.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni