Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Veldu bókun á ferðasíðunni til þess að finna valmöguleika fyrir afbókanir og endurgreiðslu. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Við setjum inn fréttir 1. og 15. dag hvers mánaðar.

  Hver eru viðmið og væntingavið Airbnb?

  Til að tryggja öryggi og trúverðugleika samfélagsins okkar höfum við birt viðmið og væntingar sem eru ætluð fyrir alla gestgjafa og ferðalanga.

  Viðmiðin voru þróuð á grundvelli reynslu okkar af samskiptum við meðlimi Airbnb samfélagsins. Viðmiðunum er ætlað að samræma núverandi reglur okkar í eina umgjörð sem hjálpar meðlimum Airbnb samfélagsins að skilja betur hvers þeir geta búist við af okkur og hverju við búumst við af þeim.

  Hvernig verður viðmiðunum framfylgt?

  Í hvert sinn sem viðmiðum er framfylgt er slíkt grundvallað á ígrundaðri og vandaðri vinnu hóps sérfræðinga, þannig að tryggt sé að ákvarðanir okkar séu réttar. Viðbrögð okkar við brotum á reglum hafa og munu áfram byggja á alvarleika málsins. Við munum reyna að taka tillit til kringumstæðna í hverju tilviki fyrir sig en við höfum takmarkað svigrúm í viðbrögðum okkar við alvarlegum brotum á reglunum.

  Hvað get ég gert ef ég er ósammála ákvörðun?

  Starfsfólkið, sem hefur með framfylgd reglna að gera, er sérhæft fagfólk, en það er engu að síður mannlegt. Í einstaka tilvikum getur það tekið rangar ákvarðanir. Ef þú ert ósammála ákvörðun okkar geturðu haft samband og við munum þá fara vandlega aftur yfir ákvörðun okkar. Skilgreiningar okkar á viðmiðum og væntingum verða hins vegar ekki endurskoðaðar.

  Munu viðmiðin taka breytingum með tímanum?

  Við erum sífellt að læra og verða stærri og viðmiðin munu taka breytingum með tímanum. Byrjaðu á því að kynna þér viðmiðin ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi tilteknar aðstæður.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?