Stökkva beint að efni
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hvaða skilyrði eru fyrir því að geta bókað á Airbnb?

Við biðjum alla notendur Airbnb um grunnupplýsingar áður en gengið er frá bókun á Airbnb. Gestir þurfa að hafa fyllt allar þessar upplýsingar inn áður en hægt er að senda bókunarbeiðni. Gestgjafinn getur notað þessar upplýsingar til að vita við hverjum hann á að búast og hvernig hann á að hafa samband við gestinn.

Meðal krafna Airbnb til gesta eru:

  • Fullt nafn
  • Netfang
  • Staðfest símanúmer
  • Kynningarskilaboð
  • Samþykki á húsreglum
  • Greiðsluupplýsingar

Gestir eru beðnir um notandamynd en hún er ekki áskilin. Gestgjafinn getur ekki séð netfangið gestsins. Ekki einu sinni eftir að bókun er staðfest. Gestgjafinn sér þess í stað tímabundið Airbnb netfang sem er notað til að framsenda skilaboð frá þeim til gestsins.

Sumir gestgjafar gætu einnig farið fram á gestur framvísi skilríkjum áður en eignin þeirra er bókuð.

Greinar um tengt efni