Upplifunartrygging

Airbnb býður gestgjöfum ábyrgðartryggingu upp að 1 milljón Bandaríkjadala fyrir flestar upplifanir vegna krafna þriðju aðila vegna líkams- og eignatjóns.
Vernd fyrir flestar upplifanir
Upplifunartrygging okkar er aðalábyrgðartrygging sem veitir gestgjöfum allt að 1 milljón Bandaríkjadala í vátryggingarvernd í þeim undantekningartilvikum að þriðji aðili gerir kröfu vegna líkams- eða eignatjóns meðan á upplifun stendur. Réttur á tryggingu fer eftir tegund upplifunarinnar sem þú býður og þú getur kynnt þér frekari upplýsingar hér.
Vernd fyrir hinu óvænta.
Þegar þú býður gestum einstakar upplifanir á staðnum er best að hafa búið sig undir hið óvænta. Þrátt fyrir að neikvæðir atburðir séu einstaklega sjaldgæfir veitir upplifunartryggingin gestgjöfum og gestum öryggiskennd.

Við veitum þér vernd með upplifunartryggingunni okkar

Við einsetjum okkur að samfélagið okkar sé öruggt og njóti trausts um allan heim.
Hvað er tryggt?
  Upplifunartryggingin okkar veitir vátryggingarvernd fyrir allt að 1 milljón Bandaríkjadala í hvert skipti sem þriðji aðili gerir kröfu vegna líkams- eða eignatjóns.
   Tryggingarvernd upplifunartryggingarinnar okkar heyrir undir tryggingarskírteini sem vátryggingarfélag með aðild að Lloyd’s of London gefur út fyrir Bandaríkin, Kanada og Suður-Afríku. Zurich Insurance plc veitir tryggingarvernd fyrir önnur lönd. Í sumum lögsagnarumdæmum, þ.m.t. Mexíkó og Suður-Kóreu, er gerð krafa um staðbundið tryggingarskírteini en þá kann samstarfsaðili Zurich að veita tryggingarverndina. Í Japan fellur tryggingaverndin undir tryggingu hjá Sompo Japan Nipponkoa Insurance Inc. og Aioi Insurance.
    Ákveðin skilyrði, takmarkanir og undanþágur gilda.
      Hvað er ótryggt?
       Upplifunartryggingin okkar á ekki við allt tjón og tryggir ekki allar tegundir upplifana.
        Eftirfarandi eru dæmi en ekki tæmandi listi um það sem er ekki tryggt:
        • Eignatjón vegna atriða á borð við myglu eða mengun
        • Ásetningsbrot (ekki slys)
        • Upplifanir sem tengjast loftförum
         Opnaðu hjálparmiðstöðina okkar til að sjá hvað heyrir undir upplifunartrygginguna okkar og hvað ekki.
          Þú getur einnig sótt ítarlega samantekt um trygginguna.
          Þarftu að gera kröfu?
          Hafðu endilega samband við okkur og við tengjum þig við þriðja aðila sem hefur umsjón með kröfunum fyrir okkur.
          Er allt tilbúið hjá þér til að bjóða upplifun?
          Taktu næsta skref til að sýna gestum það sem þér finnst skemmtilegast að gera.
          Frekari upplýsingar
          Meira um upplifunartryggingu okkar