Mergur málsins er að tilheyra

Það er ekki hægt að tilheyra án þess að bjóða fjölbreytt fólk velkomið. Til þess að við getum skapað heim þar sem allir geta átt heima alls staðar verðum við að vinna markvisst að því að skapa vinnustað þar sem allir eru velkomnir og hlustað er á það sem allir hafa að segja.

Kyngervi um allan heim hjá Airbnb

Kyngervi um allan heim hjá Airbnb

2018

2017


Kyngervi í Bandaríkjunum hjá Airbnb

Kyngervi í Bandaríkjunum hjá Airbnb

2018

2017


Kynþættir og þjóðerni hjá Airbnb í Bandaríkjunum

Kynþættir og þjóðerni hjá Airbnb í Bandaríkjunum

Stjórnunarhlutverk telst að vera á stigi 11 eða hærra, er með a.m.k. einn undirmann sem er ekki í tímabundnu starfi, verktaki eða í starfsþjálfun.** Tæknilegt er skilgreint sem teymi á sviði verkfræði, vöru, hönnunar, tölvunarfræði (greiningar) og upplýsingatækni. Að undanskildu aðstoðarfólki yfirmanna og samræmingaraðila teyma.** Verkfræði felur í sér alla á verkfræðisviði okkar. Að undanskildu aðstoðarfólki yfirmanna og samræmingaraðila teyma.**

Able@

Able@ er hópur fyrir starfsfólk með mismunandi fötlun (hæfileika), hvort sem hún er sýnileg, falin eða allt þar á milli, og fólkið sem styður okkur. Able@ er ætlað að til uppörvunar og styrkingar fyrir meðlimi ásamt því að berjast fyrir málstaðnum og vekja máls á aðstöðunni sem við þurfum á að halda og að bæta aðstöðuna.

AirPride@

AirPride@ kemur reglulega saman með það að markmiði að Airbnb sé framúrskarandi vinnustaður fyrir hinsegin fólk. Við höldum viðburði, sinnum sjálfboðastarfi sem snýr að hinsegin fólki og sýnum öðrum á skrifstofunni hvað er að gerast með því að benda á viðburði eins og Gleðigöngur og halda kennslufundi innanhúss.

Asians@

Asians@ er hópur fólks og menningarhópa frá Asíu og Kyrrahafseyjum sem er vettvangur til að fá aðstoð og berjast fyrir málstaðnum. Okkar markmið er að allir finni að þeir tilheyra hjá Airbnb hvort sem það er innan fyrirtækisins eða í alþjóðasamfélagi gestgjafa okkar og gesta.

Black@

Black@ berst fyrir því að allir meðlimir finni að þeir tilheyra hjá Airbnb. Við sköpum svörtum starfsmönnum og stuðningsmönnum öruggan vettvang til að ræða fjölbreyttni kynþátta og þjóða í tengslum við nýliðun, starfslengd og samfélagsleg áherslumál hjá Airbnb.

Foreignairs@

Í Foreignairs@ er haldið upp á fjölbreyttan bakgrunn starfsfólks Airbnb. Við tökum vel á móti innflytjendum og heimafólki í samstarfshópnum og komum saman til að segja frá reynslu okkar, deila ráðum og höfum sannanlega alþjóðlega sýn á það hvað það merkir að tilheyra alls staðar.

Juntos@

Juntos podemos! Í Juntos@ er haldið upp á það sem er sambærilegt og fjölbreytilegt í menningu okkar. Markmið okkar er menntun, uppörvun og stuðningur við fólk með suður-amerískan bakgrunn með því að stunda sjálfboðastarf, halda „fíesta“ og fyrirlestra og gefa fólki tækifæri til að ná til annarra.

Natives@

Natives@ var stofnaður til að gefa öllum frumbyggjum í samfélagi Airbnb sterkan vettvang. Við höldum menningu okkar lifandi með því að vekja athygli á henni og halda sameiginlegar hátíðir sem eykur stolt okkar sem eigum þessa sameiginlegu arfleifð.

Nerdettes@

Nerdettes@ er fyrir konur sem leggja fyrir sig verkfræði, gagnavísindi og ITX! Við höldum reglulega fundi til að deila reynslu okkar og styðja hvora aðra í að brjóta niður múra svo allir geti þrifist vel. Taktu þátt í mánaðarlegum hádegisverði okkar og kynntu þig fyrir samfélaginu!

Parents@

Parents@ er stoðhópur fyrir starfsfólk með börn sem er ætlað að stuðla að heilbrigðri menningu fyrir foreldra og fjölskyldur þeirra. Við styðjum hvort annað varðandi dagvistun, menntun, foreldrahlutverkið, ferðalög með börn, að koma aftur til vinnu eftir barneign og fleira.

Tribe@

Tribe@ var upphaflega hópur fyrir alla sem hafa áhuga á líferni og menningu Gyðinga hjá Airbnb en hefur stækkað og er nú staður fyrir alla til að segja frá trúarbrögðum sínum og þjóðlegri menningu innan samfélags starfsmanna Airbnb. Við komum saman og hjálpum hvoru öðru, segjum frá reynslu okkar og höldum upp á það þegar vel gengur!

Veterans@

Veterans@ heldur upp á það sem fyrrverandi hermenn hafa lagt til og fórnað með þjónustu sinni. Við styðjum við málstað fyrrverandi hermanna innanhúss og í alþjóðasamfélaginu þ. á m. með því að ráða fyrrverandi hermenn til starfa hjá Airbnb og styðja við fjölskyldur hermanna, fatlaða/særða hermenn og fyrrverandi hermenn.

Women@

Airfinity hópurinn Women@ er öruggur vettvangur fyrir allar konur hjá Airbnb og fólk sem styður við þær. Við höfum einsett okkur að halda samfélaginu opnu fyrir umræður um áskoranir kvenna á tæknisviði og að gefa tækifæri til að veita leiðsögn og aðstoð stjórnenda hjá Airbnb.