Fjölbreytta alþjóðasamfélagið okkar er undirstaða þess að Airbnb gangi

Helsta markmið okkar er að verkvangurinn okkar sé jafnmikið fyrir alla gestgjafa og gesti og við erum alltaf að vinna að því að bæta okkur. 

Kjarninn í því sem við gerum er sú hugmynd að fólk sé í grunninn til gott og að þið eigði að geta tilheyrt hvaða samfélagi sem er. Ég trúi því innilega að [mismunun] sé stærsta áskorun okkar sem fyrirtækis. Hún liggur alveg inn að beini hjá okkur og þeim gildum sem einkenna okkur.
Brian Chesky
Brian Chesky
Forstjóri og meðstofnandi Airbnb

Mismunun á ekki heima á verkvangi okkar
Airbnb vex stöðugt, frá loftdýnu í íbúð stofnenda okkar og að milljónasamfélagi um allan heim, og það er því á okkar ábyrgð að sjá til þess að gestgjafar og gestir geti notað verkvanginn okkar án þess að verða fyrir fordómum eða mismunun. Við erum alltaf að vinna að því að gera betur og við erum þakklát fyrir það að okkur gafst tækifæri til að hlusta á samfélagið okkar og læra af því.
Árið 2016 báðum við Lauru Murphy, fyrrverandi yfirmann löggjafarsviðs American Civil Liberties Union í Washington D.C., um að stjórna endurskoðun á öllum þáttum fjölbreytni og samkenndar á verkvangi Airbnb. Að lokinni rannsókn og samstarfi sem varði í nokkra mánuði höfum við gefið út skýrslu sem við bjóðum öllum samfélagsmeðlimum okkar að lesa.
Við erum að kynna fjölda breytinga sem eru byggðar á endurskoðun Lauru og þátttöku fjölda starfseininga hjá Airbnb. Nýi samfélagssáttmálinn okkar, strangari stefna gegn mismunun og uppbygging á varanlegum starfshópi í baráttunni gegn hlutdrægni jafnframt því að við erum að ýta undir fjölbreytni er aðeins hluti af því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur í baráttunni gegn hlutdrægni. Athugasemdir frá alþjóðasamfélagi okkar skiptu sköpum við gerð þessarar skýrslu og við þróun þessara framtaksverkefna. Þetta eru bara upphafsskrefin í varanlegri skuldbindingu okkar um að taka á þessum áskorunum og við hlökkum til að segja frekari fréttir, kynna samstarfsaðila og veita ný úrræði hérna.

Gestgjafar okkar og gestir eru í fararbroddi
Við erum sífellt að vinna að því að gera verkvanginn betri og upplifun allra sem nota Airbnb stafar af samheldnu átaki gestgjafa okkar, gesta og alþjóðasamfélagsins. Við erum þeirrar skoðunar að þessar sögur beri að vegsama og við viljum deila því með öðrum hvernig þær hvetja okkur til að endurskilgreina hvað felst í því að tilheyra jafnframt því sem við berjumst hörðum höndum gegn mismunun.

Allir gestgjafar ættu að hafa aðgang að tólunum sem þeir þurfa til að ná árangri
Gestgjafar okkar vinna hörðum höndum, hvort sem það snýr að umsjón með dagatalinu og samskiptum eða að hlýlegum móttökum gesta inn á heimili sín, og gera fólki kleift að upplifa ánægju á ferðalögum og í mannlegum samskiptum. Við stöndum við bak þeirrar vinnu og leggjum fram þau úrræði sem gestgjafar okkar þarfnast.

Að skilja hlutdrægni og samkennd

Ein af leiðunum sem við erum að fara í baráttunni gegn mismunun er þjálfun um ómeðvitaða hlutdrægni. Við höfum tekið þetta upplýsingasafn, sem skoðar hlutdrægni og önnur atriði sem hafa (stundum ómeðvituð) áhrif á ákvörðunarferli einstaklinga, til að hjálpa samfélagsmeðlimum okkar að skilja mismunun og hvernig hlutdrægni veldur henni.

Grípum saman til aðgerða

Airbnb Citizen berst fyrir framþróun með því að vinna með alþjóðasamfélaginu okkar. Hér skiptumst við á tólum til að læra og berjast, hugmyndum frá leiðandi hugsuðum, fréttum um heimagistingu og hvernig er best að grípa til aðgerða.

Hjálpum gestgjöfum okkar að skapa stað sem allir tilheyra

Sameiginlegur skilningur er nauðsynlegur þáttur í því að taka betur á móti fólki á Airbnb. Í auknu umfangi hjálparmiðstöðvarinnar okkar er að finna svör við mörgum raunverulegum spurningum um stefnu okkar í baráttunni gegn mismunun.

Við viljum heyra hvað þú hefur að segja

Lífið í félagsmiðstöðinni okkar, þar sem gestgjafar skiptast á sögum og hugmyndum sín á milli, vekja hjá okkur ánægju og hvetja okkur áfram við endurbætur á verkvanginum. Deildu reynslu þinni af mannlegum tengslum og komdu umræðunni af stað.

Við erum þeirrar skoðunar að ýta eigi undir breytingar með samstarfi innan og utan Airbnb
Framþróun er áhrifamest þegar stofnanir með sameiginleg gildi vinna saman fyrir samfélagið. Hér eru nokkur samstarfsverkefni sem við tökum þátt í til að opna umræðu og efla fjölbreyttar skoðanir á hverjum stað og um heim allan.
Vinnustaðurinn okkar er órjúfanlegur hluti af samfélagi Airbnb.
Drifkraftur Airbnb er fólkið, bæði gestgjafar okkar og gestir um allan heim og alþjóðasamfélag starfsmanna og samstarfsaðila sem stýra því hvernig við vinnum saman og vöxum. Við erum þeirrar skoðunar að fjölbreytni sé nauðsynleg til þess að skapa heim sem allir finna að þeir geta tilheyrt og við erum í átaki til að binda enda á mismunun og auka samkennd innan félagsins. Við höfum einsett okkur að vera gagnsæ í vinnu okkar við að gera Airbnb að vinnustað þar sem allir eru velkomnir og hlustað er á það sem allir hafa að segja.
Ráðningar og samkennd hjá Airbnb