ÖRYGGI

Hvernig Airbnb gætir öryggis gestgjafa

Við höfum gripið til ítarlegra aðgerða til að treysta öryggi þitt, heimilisins þíns og gesta.

Við höfum gripið til ítarlegra aðgerða til að treysta öryggi þitt, heimilisins þíns og gesta.

Fáðu framúrskarandi gesti

Sanngjarnar umsagnir beggja

Til að byggja upp traust og skapa orðstír á Airbnb gefa gestir og gestgjafar hvor öðrum umsagnir að lokinni hverri bókun.

Þú getur skoðað umsagnir annarra gestgjafa áður en þú tekur á móti gestum.

Auðveld samskipti við gesti

Ef þú vilt spyrja spurninga eða ræða væntingar fyrir gistingu getur þú notað örugga skilaboðakerfið okkar til að kynnast gestum fyrir ferðina.

Bókunarkröfur

Þú getur farið fram á að allir gestir framvísi skilríkjum til Airbnb áður en þeir bóka hjá þér. Þú getur einnig skoðað bókanir fyrir fram eða stýrt því frekar hvaða gestir geta bókað.

Öllum bókunum á Airbnb er gefin áhættueinkunn til að auka öryggi og við fellum niður bókanir sem virðast vera varhugaverðar.

Þinn staður, þínar reglur

Þú getur sett húsreglur sem gestir verða að ganga að áður en þeir bóka hjá þér til að greina frá væntingum (t.d. ef það er bann við reykingum eða skemmtanahaldi).

Ef gestur brýtur einhverja þessara reglna eftir bókun getur þú fellt hana niður.

Hvernig eru gjöld hjá okkur samanborið við aðra?
Airbnb
Homeaway
Booking.com
Þjónustugjöld gestgjafa (fyrir hverja bókun)
3-5%
5%
15-20%
Skráning eigna kostar aldrei neitt
Engin umsýslugjöld vegna kreditkorta
Innifalin vernd gegn eignatjóni upp að USD 1 milljón
Síðast uppfært í júní 2018
Ég hef komist að því að fólk er gott. Ég get treyst fólki.
Ég hef komist að því að fólk er gott. Ég get treyst fólki.

Milaida hefur aukatekjur sem gestgjafi í Púertó Ríkó.

Milaida hefur aukatekjur sem gestgjafi í Púertó Ríkó.

Lærðu af öðrum gestgjöfum
Ég hef komist að því að fólk er gott. Ég get treyst fólki.
Ég hef komist að því að fólk er gott. Ég get treyst fólki.

Milaida hefur aukatekjur sem gestgjafi í Púertó Ríkó.

Milaida hefur aukatekjur sem gestgjafi í Púertó Ríkó.

Lærðu af öðrum gestgjöfum

Vertu öruggur gestgjafi

Eignavernd upp að USD 1.000.000

Í þeim undantekningartilvikum að eignatjón verði veitir gestgjafaábyrgð Airbnb vernd gegn eignatjóni upp að USD 1.000.000 fyrir hverja bók og í hvert sinn.

Hægt er að stofna kröfur í úrlausnarmiðstöðinni okkar.

Slysatrygging

Airbnb býður innifalda gestgjafatryggingu vegna skaðakrafna upp að USD  1.000.000. Þessi trygging gildir ef svo ólíklega vill til að einhver kærir þig eða gerir kröfu gagnvart þér vegna líkams- eða eignatjóns sem á sér stað innan eða á lóð eignar skráðri á Airbnb meðan á gistingu stendur.

Verndin er innifalin
Á sjálfkrafa við um hverja bókun
Hægt er að stofna kröfur í gegnum Airbnb

Við erum þér innan handar allan sólarhringinn

Það sem starfsfólk okkar getur gert fyrir þig

Starfsfólk okkar um allan heim er reiðubúið að aðstoða þig allan sólarhringinn alla daga vikunnar, hvort sem er í síma, með tölvupósti eða á netspjalli.

Aðstoð við endurbókun
Endurgreiðslur
Endurgreiðslur
Gestgjafaábyrgð og vátryggingarkröfur
Málamiðlun

Ferðamenn fóru í 49 milljónir ferða með Airbnb árið 2017. Einungis var gerð krafa vegna alvarlegs eignatjóns í 1 af hverjum 25.000 ferðum.

Ferðamenn fóru í 49 milljónir ferða með Airbnb árið 2017. Einungis var gerð krafa vegna alvarlegs eignatjóns í 1 af hverjum 25.000 ferðum.

Svör við spurningum þínum

Hvers er krafist af gestum áður en þeir bóka?

Við biðjum alla notendur Airbnb um grunnupplýsingar áður en farið er í ferð með okkur. Gestir þurfa að hafa fyllt allar þessar upplýsingar út áður en hægt er að senda bókunarbeiðni. Þessar upplýsingar hjálpa þér að vita við hverju þú mátt búast og hvernig þú hefur samband við gestinn.

Meðal krafna Airbnb til gesta eru: • Fullt nafn • Netfang • Staðfest símanúmer • Kynningarskilaboð • Samþykki á húsreglunum þínum • Greiðsluupplýsingar

Gert er ráð fyrir því að gestir séu með notandamynd en það er ekki skylda. Þú getur einnig farið fram á að gestur framvísi skilríkjum áður en hann bókar hjá þér.

Hvernig virka umsagnir?

Gestgjafar og ferðamenn í samfélaginu okkar skrifa allar umsagnirnar á Airbnb. Allar umsagnir byggja því á dvöl gests í eign gestgjafa.

Þú getur skrifað umsögn um gistingu í 14 daga frá því að henni lýkur og þú getur gert breytingar á umsögnum í 48 klst. frá því að þú sendir hana inn, nema gesturinn skili sinni umsögn. Þegar báðum umsögnunum er lokið, eða að 14 dögum liðnum, eru umsagnirnar birtar.

Þú getur alltaf skoðað umsagnir gesta um þig og þegar gestir bóka hjá þér getur þú skoðað umsagnir sem gestgjafar hafa gefið þeim.

Hvað geri ég ef gestur brýtur eitthvað í eigninni?

Ef gestur brýtur eitthvað og þú þarft að stofna kröfu getur þú gert það í úrlausnarmiðstöðinni innan 14 daga frá brottfarardegi gestsins eða áður en nýr gestur er innritaður ef það gerist fyrr.

Við millifærum útborgun til þín eftir 5 til 7 virka daga ef gesturinn samþykkir fjárhæðina sem þú óskar eftir.

Ef gesturinn hafnar henni eða svarar ekki innan þriggja sólarhringa getur þú fengið Airbnb í málið. Þú hefur þrjá sólarhringa til að leggja fram viðbótargögn ef við þurfum á þeim að halda.

Yfirleitt er leyst úr kröfum á innan við viku. Við sjáum til þess að bæði gestgjafi og gestir fái sanngjarna málsmeðferð og ef við komumst að þeirri niðurstöðu að þú eigir inni pening sendum við hann til þín í aðskildri útborgun.

Hvað ætti ég að gera ef mér finnst vera óþægilegt að taka á móti einhverjum?

Ef gestur brýtur húsreglu hjá þér eða gerir eitthvað sem þér finnst ógna öryggi þínu getur þú hafnað bókunarbeiðninni eða fellt niður bókunina.

Áður en bókun hefur verið samþykkt

Þú getur hafnað einni bókunarbeiðni og það hefur ekki neikvæð áhrif á stöðu skráningarinnar þinnar í leitarniðurstöðum. Ef mörgum eða flestum bókunarbeiðnum er hafnað getur það haft slæm áhrif á stöðu í leitinni.

Þegar bókun hefur verið samþykkt

Þú getur afbókað ef þú hefur þegar samþykkt bókunina. Þú getur þurft að sæta viðurlögum vegna afbókunar ef gesturinn hefur ekki brotið neinar húsreglur.

Hver er munurinn á gestgjafaábyrgð og gestgjafatryggingu Airbnb?

The Host Guarantee is designed to protect you in rare instances of property damage to your own possessions, unit, or home by a guest staying in the space. Host Protection Insurance is designed to protect you in the event that someone else (for example, a guest) claims bodily injury or property damage. The Host Guarantee isn’t insurance and doesn’t replace your homeowner’s or renter’s insurance. Host Protection Insurance is insurance and is available to you regardless of your other insurance arrangements. It will only act as primary insurance coverage for incidents related to an Airbnb stay.

Learn more about our Host Guarantee

Learn more about Host Protection Insurance

Ertu til reiðu að taka á móti gestum?

Ertu til reiðu að taka á móti gestum?