SÖGUR GESTGJAFA

Hvernig gestgjafi Dorothee er

Dorothee deilir heimili sínu með fólki sem gestgjafi í London

Dorothee deilir heimili sínu með fólki sem gestgjafi í London

2016

Skráði sig á Airbnb

Skráði sig á Airbnb

246

Fjöldi gesta

Fjöldi gesta

Hvað varð til þess að þú gerðist gestgjafi?

Við höfum alltaf verið með leigjendur frá því að við keyptum húsið fyrir 11 árum síðan. Svona er lífstíllinn okkar en við erum einmitt með gestaherbergi sem við notum lítið. Reynsla okkar hefur verið góð hingað til. Aðalatriðið er að opna heimilið fyrir heiminum. Svo er þetta einnig góð leið til að fá sem mest út úr eignum okkar; einkum húsinu.

Hvernig býður þú gesti velkomna á heimilið?

Ef ég er enn í vinnunni þegar gestirnir koma tekur dóttir mín vanalega á móti þeim. Henni finnst það vera æði og alveg rétta hlutverkið fyrir sig. Svona er gott að kynnast gestunum en þeir vita alveg að fjölskyldan býr hérna.

Tala börnin þín einnig við gesti?

Krakkarnir segja meira að segja: „Þú ættir að prófa þennan veitingastað. Þú ættir að líta á þetta kaffihús. Þú verður að smakka þennan hamborgara.“ Flestir gestanna kunna virkilega að meta þetta. Þeim finnst þeir vera velkomnir og komast í náin kynni við lífið í suðurhluta London.

Hvaða áhrif hefur gestgjafahlutverkið haft á hvaða augum þú lítur heimilið þitt?

Ég passa að eldhúsið sé tandurhreint (sem er ekki auðvelt með tvö börn!) og ég snyrti forgarðinn svo að húsið líti vel út.

Hvað hefur þú getað leyft þér vegna aukatekna sem gestgjafi?

Við verslum á staðnum, kaupum á bændamörkuðum og borðum góðan og nýjan lífrænt ræktaðan mat sem við hefðum eflaust ekki efni á að gera nema af því að við erum gestgjafar á Airbnb.

Skiptir sveigjanleikinn sem Airbnb býður þig máli, það er að þú getur sett eigin grundvallarreglur?

Það skiptir miklu máli eins og búast má við með tvö börn. Við erum upptekin og tökum okkur mikið fyrir hendur svo að stundum viljum við hafa húsið út af fyrir okkur. Það er frábært að hafa þennan sveigjanleika og geta ráði því hvenær við fáum gesti.

Ein af húsreglunum þínum er að gestir verða hluti af fjölskyldunni meðan á gistingunni stendur. Geturðu sagt meira?

Oftast gera gestir sér grein fyrir því, og virða það, að þegar þeir bóka hjá okkur stendur í lýsingunni að fjölskyldan búi hérna. Og ef gestirnir vilja spjalla við börnin er það bara plús. Vanalega þýðir það að við fáum okkur tesopa saman í eldhúsinu. Spjöllum um daginn og veginn og svo fara allir hver í sína áttina. Það er yndislegt að ná svona saman.

Sögur annarra gestgjafa

Byrjaðu á því að skrá eignina þína

Byrjaðu á því að skrá eignina þína