GESTGJAFAVERND

Upplifunartrygging

Ef svo ólíklega vill til að einhver verði fyrir meiðslum eða því að munir skemmist í gjaldgengri upplifun gætu gestir verið með vernd aðalábyrgðartryggingar upp á allt að USD 1.000.000.

Opið gestgjöfum flestra upplifana
Verndar gestgjafa frá upphafi til enda
Einsdæmi í ferðaiðnaði

Þessi þjónusta á við um upplifunargestgjafa nema á meginlandi Kína og í Japan. Hún á ekki við um gestgjafa sem bjóða gistingu.

Hvað nýtur verndar?

Upplifunartryggingin gæti náð yfir:

  • Lagalega ábyrgð vegna líkamstjóns gesta og annarra
  • Lagalega ábyrgð vegna tjóns á munum sem gestir og aðrir eiga

Upplifunartrygging nær ekki yfir:

  • Líkams- eða eignatjón sem leiðir af ásetningsverknaði (ekki slys)
  • Tjón, tap eða þjófnaður á einkamunum gestgjafa
  • Upplifanir sem tengjast loftförum eða tiltekinni áhættusamri starfsemi (eins og teygjustökki og þyrluskíðamennsku)

Vertu öruggur gestgjafi

Undirbúningstími upplifunar

Upplifunartryggingin gæti verndað gestgjafa meðan á upplifuninni stendur og einnig við undirbúning á svæði fyrir upplifunina, áður en hún hefst eða eftir að henni lýkur, með fyrirvara um skilmála tryggingarinnar og undanþágur.

Vernd fyrir samgestgjafa

Samgestgjafar sem veita þjónustu sem tengist upplifun gætu einnig notið verndar upplifunartryggingarinnar með fyrirvara um skilmála hennar, skilyrði og undanþágur.

Við einsetjum okkur að samfélagið okkar sé öruggt og njóti trausts um allan heim.

Kröfuferlið

1. Inntökueyðublaði er lokið

Gestgjafi, gestur eða þriðji aðili fyllir út og sendir inn inntakseyðublað vegna tryggingar.

2. Vátryggingafélag útnefnir matsmann sem fer síðan yfir kröfuna

Þegar inntökueyðublað hefur verið fyllt út verður matsmaður í sambandi fyrir hönd vátryggingafélagsins til að ræða kröfuna og safna upplýsingum.

3. Matsmaðurinn sem sér um málið rannsakar kröfuna

Óháður matsmaður krafna gengur frá kröfunni í samræmi við skilmála gestgjafatryggingarinnar og gildandi lög og reglugerðir í viðeigandi lögsagnarumdæmi.

Upplifunartryggingin er með fyrirvara um tiltekna skilmála, skilyrði og undanþágur. Sæktu ítarlega samantekt um þjónustuna fyrir frekari upplýsingar.

Svör við spurningum

Þarf ég að gera eitthvað til að njóta verndar upplifunartryggingarinnar?

Nei. Þegar þú gerist upplifunargestgjafi og gengur að þjónustuskilmálum Airbnb samþykkir þú jafnframt að njóta verndar upplifunartryggingar vegna atvika sem eiga sér stað meðan á Airbnb upplifunum stendur. Athugaðu að upplifunartryggingin er með fyrirvara um tryggingarskilmála, skilyrði og undanþágur.

Ef þú vilt afþakka upplifunartrygginguna verður þú að gera eftirfarandi:

  • Sendu okkur tölvupóst frá netfanginu sem er tengt við gestgjafaaðganginn sem þú notar til að bjóða upplifanir
  • Gefðu upp fullt nafn og símanúmer sem er tengt við gestgjafaaðganginn sem þú notar til að bjóða upplifanir
  • Gefðu upp nákvæman titil upplifunarinnar sem þú býður

Athugaðu að ekki er fylgst með neinum öðrum pósti á netfangið en til að afþakka þjónustuna.

Nær upplifunartrygging yfir netupplifanir?

Upplifunartryggingin gæti verndað gestgjafa netupplifana í þeim undantekningartilvikum að gestur skaðist eða eign hans verði fyrir tjóni í gagnvirkum myndfundi þar sem gestgjafinn ber ábyrgð að lögum. Upplifunartrygging nær ekki yfir áhættu gestgjafa sem tengist Netinu, svo sem ærumeiðingar, þjófnað á rafrænum gögnum eða brot gegn hugverkarétti.

Frekari upplýsingar um upplifanir gestgjafa er að finna í hjálparmiðstöðinni.

Er allt til reiðu til að búa til upplifunina?