Aukið hreinlæti hjá Airbnb
Airbnb er komið með nýjan hreinlætisstaðal. Finndu gistingu þar sem lofað hefur verið að fylgja eftirfarandi ræstingarferli sem er viðurkennt af sérfræðingum.
Airbnb er komið með nýjan hreinlætisstaðal. Finndu gistingu þar sem lofað hefur verið að fylgja eftirfarandi ræstingarferli sem er viðurkennt af sérfræðingum.
Öryggisloforð gestgjafa
Heilsa og velferð samfélags skiptir nú meira máli en nokkru sinni fyrr. Gestgjöfum um allan heim* er skylt að lofa því að fylgja fimm skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar.
Heilsa og velferð samfélags skiptir nú meira máli en nokkru sinni fyrr. Gestgjöfum um allan heim* er skylt að lofa því að fylgja fimm skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar.
Sérfræðiviðurkenning
Fimm skrefa ferlið er byggt á ræstingarhandbók Airbnb sem var samin í samvinnu við fyrrverandi landlækni Bandaríkjanna, Vivek Murthy, og hefur fengið viðurkenningu alþjóðlegra sérfræðinga í heilsu og gestaumsjón.
Ekki bara þrifið heldur hreinsað
Í auknu hreinlæti felst að þrífa meira en bara það sem þarf og að hreinsa fasteignir eins og best gerist í ferðaþjónustu.
Fjarri mannþröng
Njóttu næðis á heimili að heiman, fjarri mannþröng og gestum sem gista stutt. Í öryggisreglum okkar vegna COVID-19 eru viðmið fyrir nándarmörk til að gæta öruggrar fjarlægðar hvort sem þú ert á einkaheimili eða í sérherbergi.
Leitaðu eftir glitrinu
Finndu gestgjafa sem hafa lofað að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu. Fylgstu bara með „auknu hreinlæti“ efst við skráningar þeirra. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar það sem gestgjafa hafa lofað að hreinsa.
Finndu gestgjafa sem hafa lofað að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu. Fylgstu bara með „auknu hreinlæti“ efst við skráningar þeirra. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar það sem gestgjafa hafa lofað að hreinsa.
Grímur og hanskar
Öryggið er aðalatriði. Mælst er til þess að gestgjafar og ræstitæknar klæðist hlífðarbúnaði við ræstingar.
Viðurkennd sótthreinsiefni
Gestgjafar ættu að nota sótthreinsiefni sem hafa verið viðurkennd af staðbundnum eftirlitsyfirvöldum til að vinna á bakteríum, sýklum og veirum.
Mikið snertir fletir
Öll yfirborð ætti að þrífa og hreinsa með sótthreinsiefni en það á sérstaklega við um mikið snerta fleti.
Alþjóðlegir heilbrigðisráðgjafar okkar
Airbnb samdi fimm skrefa ferlið fyrir aukið hreinlæti í samráði við fyrrverandi landlækni Bandaríkjanna, Vivek Murthy, og byggði á leiðbeiningum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Gestgjafar ættu að fylgja öllum staðbundnum leiðbeiningum.
Airbnb samdi fimm skrefa ferlið fyrir aukið hreinlæti í samráði við fyrrverandi landlækni Bandaríkjanna, Vivek Murthy, og byggði á leiðbeiningum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Gestgjafar ættu að fylgja öllum staðbundnum leiðbeiningum.
Algengar spurningar
Hvernig verða þessi ræstingarviðmið uppfærð þegar nýjar leiðbeiningar eru gefnar út?
Við hjá Airbnb munum áfram vinna með sérfræðingum okkar og fylgjast náið með nýjum niðurstöðum alþjóðlegra heilbrigðisstofnana og uppfæra reglur okkar í samræmi við þær.
Hvernig veit ég hvort gestgjafi minn hafi lofað að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu?
Skráningar gestgjafa sem lofa að fylgja ítarlegra ræstingarferlinu verða sýndar sérstaklega; fylgstu bara með gliturmerkinu. Frekari upplýsingar um stranga fimm skrefa ræstiferlið sem gestgjafar skuldbinda sig til að fylgja er að finna í þessari grein.
Hvað ef ég er gestgjafi?
Með því að lofa að fylgja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar verður auðveldara fyrir þig sem gestgjafa að búa þig undir framtíð ferðaþjónustu, draga úr áhyggjum gesta og sýna samfélaginu hve alvarlega þú tekur þú undirbýrð. Frá og með 20. nóvember verða allir gestgjafar að lofa því að fylgja nýju öryggis- og ræstingarreglunum okkar vegna COVID-19 annars gætu verið send varnaðarorð vegna aðganga en aðgangar gætu einnig verið frystir og, í sumum tilvikum, verið fjarlægðir af verkvangi Airbnb. Gestgjafar ættu að kynna sér ræstingarhandbók Airbnb sem inniheldur ítarlegar bestu starfsreglur fyrir útfærslu fimm skrefa ræstingarferlisins auk þess að fylgja öllum staðbundnum leiðbeiningum. Smelltu hér til að lofa hreinlæti.
Hvaða aðrar heilsu- og öryggisleiðbeiningar hafa verið samdar til að gæta öryggis ferðamanna meðan á heimsfaraldri COVID-19 stendur?
Umfram ræstingar höfum við útbúið nýjar leiðbeiningar sem bæði gestgjafar og ferðamenn þurfa að fylgja, byggðar á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna.
Allir gestgjafar og gestir verða að gera eftirfarandi:
Auk þess mælum við með eftirfarandi varúðarráðstöfunum til að koma í veg fyrir dreifingu COVID-19:
Fylgdu öllum staðbundnum lögum og leiðbeiningum á svæðinu. Frekari upplýsingar er að finna í þessari grein í hjálparmiðstöðinni okkar.
*Að undanskildu Kína