VIÐ KYNNUM

Ævintýraferðir Airbnb

Ferðir í fylgd gestgjafa á ótrúlega staði; þú þarft bara að mæta.

Ný leið til að ferðast á Airbnb

Forðastu ferðamannaslóða og myndaðu sterkari tengsl í einstökum ævintýraferðum um allan heim. Þessar litlu hópferðir vara í 2 til 10 daga og kosta frá og með USD 99; með innifaldri gistingu, mat og afþreyingu. Sérfróðir gestgjafar á staðnum sjá um hvert smáatriði svo að þú þarft bara að láta sjá þig.

Það ætti að vera auðvelt að skipuleggja ferð

Ferðaáætlanir sniðnar af sérfræðingum
Veldu úr hundruðum lítilla hópferða hönnuðum af sérfróðum og staðkunnugum gestgjöfum með reynslu af útivist.
Gisting og matur fylgja
Auk þess að skipuleggja afþreyinguna útvega gestgjafar ævintýraferða gistingu og mat. Svo að það eina sem þú þarft að gera er að bóka og fara af stað.
Séð um allt skipulagið
Ekki eyða tímanum í að velja réttu verslanirnar og hafðu engar áhyggjur af því sem taka þarf með. Gestgjafar halda utan um innkaupalista fyrir búnaðinn og sjá um samgöngur á staðnum.

Eitthvað fyrir alla

Ævintýraferðir ættu að vera öllum aðgengilegar. Þú þarft ekki að vera adrenalínfíkill í BASE-stökki eða óhræddur óbyggðamaður. Þú þarft bara réttu leiðsögnina.

Þess vegna sjá hugulsamir sérfræðingar með sterk tengsl við samfélagið á staðnum um ævintýraferðir Airbnb. Þeir hafa sett saman úrvalsferðir fyrir alla frá taugaspenntum nýliðum til reyndra langferðamanna, á ýmsu verði, fyrir ýmis áhugamál og á ýmsum stöðum. Svo er allt skipulagt fyrir fram þannig að þú bókar bara og mætir.

Ferðir sem passa við áhugamál þín

Hvort sem þú ert matgæðingur eða göngugarpur, dýravinur eða með áhuga á fornleifum er til ævintýraferð fyrir áhugamálið þitt.

Ævintýri nálægt þér

Perú
Ausangate Lodge to Lodge Trek
Bandaríkin
Backpack the Northwest
Perú
Rainbow Mountain & Machu Picchu 2 Days

Ævintýrin létu vita af sér og þau svöruðu kallinu

Sex ókunnugir komu saman frá öllum heimshornum og héldu á vit ævintýranna á óþekktum slóðum. Horfðu á myndbandið hér að neðan til að fylgjast með stórkostlegu ferðinni þeirra.

Pacifica, Bandaríkin
Rick
„Ég sá hvernig ég var þegar ég var yngri. Og ég er enn þannig innst inni.“
Columbus, BNA
Patrice
„Við fórum út á sandöldurnar og horfðum á stjörnurnar. Ég ákvað að ég vildi sjálfur fara á staðinn.“
El Ejido, Spánn
David
„Árið hefur verið mér mjög erfitt. Ferðin var neistinn sem ég þurfti til að byrja á nýjum kafla.“
Pacifica, Bandaríkin
Rick
„Ég sá hvernig ég var þegar ég var yngri. Og ég er enn þannig innst inni.“
Columbus, BNA
Patrice
„Við fórum út á sandöldurnar og horfðum á stjörnurnar. Ég ákvað að ég vildi sjálfur fara á staðinn.“
El Ejido, Spánn
David
„Árið hefur verið mér mjög erfitt. Ferðin var neistinn sem ég þurfti til að byrja á nýjum kafla.“
A I R B N B + G O P R O

Náðu öllu á mynd

Bókaðu ævintýraferð og fáðu USD 200 í afslátt af ævintýrapakka með GoPro HERO7 Black.