Gaman að fá þig í borgargátt Airbnb

Fyrsta lausn sinnar tegundar fyrir borgir sem eiga í samstarfi við Airbnb.

Borgargáttin gerir samfélögum kleift að hámarka ávinning af ferðaþjónustu og heimagistingu með innsýn í staðbundna ferðaþróun og verkfærum sem hjálpa til við að þróa og framfylgja reglugerðum um skammtímaútleigu.

Ert þú fulltrúi hins opinbera eða ferðamálasamtaka sem hefur áhuga á samstarfi við Airbnb? Notaðu hlekkinn hér að neðan til að óska eftir eigin borgargátt.

Innan borgargáttarinnar


Skoðaðu gagnamiðaða innsýn og úrræði til að tryggja að heimagisting styrki samfélagið þitt.

Staðbundin gögn og innsýn

Fáðu aðgang að gögnum til að skilja betur efnahagsleg áhrif Airbnb í samfélaginu þínu, ferðaþróun á staðnum og fleira.

Verkfæri fyrir traust og samvinnu

Notaðu fyrstu verkfærin og úrræðin í þessum geira til að þróa og framfylgja sanngjörnum og vel samsettum reglum um skammtímaútleigu.

Aðstoð og samskipti

Nýttu þér einstaklingsbundina aðstoð frá starfsfólki Airbnb til að leysa hratt úr vandamálum í samfélaginu þínu.

Það sem samstarfsaðilar okkar hafa að segja


Heyrðu hvað sumum samstarfsaðilum okkar líkar best við að nota borgargáttina.

Við þökkum Airbnb, bæði fyrir samstarfið og frumkvæði þeirra við að búa til verkfæri sem gagnast borginni við að framfylgja betur lögum um skammtímaútleigu.
Darrell Steinberg
Borgarstjóri Sacramento
Borgargáttin er ómetanlegt verkfæri sem veitir dýrmæta innsýn á ferðaþróun...Þessi upplýsingabrunnur skiptir sköpum við að móta skilvirkar, opinberar stefnur og árangursríkar markaðsherferðir.
Mauricio Arceo
Ferðamálaráðherra · Campeche México
Verkfæri borgargáttarinnar hjálpa til við að halda utan um opinberar reglurgerðir, sem skiptir öllu máli í daglegum rekstri.
Alicia Fong
Framkvæmdarstjóri húseigandafélagsins · Inglewood, CA

Nánar um starf okkar


Kynntu þér nýjustu fréttir af viðleitni okkar til að vinna með stjórnvöldum um allan heim og styðja við ábyrga ferðamennsku

Svör við spurningum


Finndu fljótt svör við algengum spurningum um borgargáttina.

Borgargátt Airbnb var opnuð árið 2020, sem fyrsta úrræði sinnar tegundar fyrir staðaryfirvöld og ferðamálastofnanir og byggir á áralangri samvinnu við stjórnvöld um allan heim. Gestgjafar eru staðsettir í meira en 100.000 borgum og bæjum og því er eitt af forgangsatriðum Airbnb að vinna með stjórnvöldum að því að heimagisting þjóni samfélaginu og styrki það. Í tengslum við þessa skuldbindingu stofnuðum við borgargáttina til að hjálpa staðaryfirvöldum og ferðamálasamtökum að skilja betur landslag Airbnb og ferðahorfur í samfélagi þess ásamt því að bjóða þeim verkfæri til að framfylgja lögum þess um skammtímaútleigu.
Borgargáttin er notuð af hundruðum staðaryfirvalda og ferðamálasamtaka til að skilja betur landslag Airbnb og ferðahorfur í samfélagi þess ásamt því að hjálpa til við að þróa og framfylgja lögum um skammtímaútleigu.
Þú þarft að vera fulltrúi hins opinbera eða vinna með ferðamálasamtökum til að fá aðgang að borgargáttinni. Ef þú vilt óska eftir borgargátt fyrir lögsagnarumdæmið þitt skaltu smella á hnappinn „byrja“ hér að neðan. Ef þú telur að stjórnvöld eða stofnun þín séu nú þegar með eigin borgargátt og vilt fá aðgang skaltu senda tölvupóst á cityportal-support@airbnb.com.
Nei! Hundruðir stjórnvalda og ferðamálasamtaka um allan heim eiga í samstarfi við Airbnb í gegnum borgargáttina.

Taktu næsta skref

Spjallaðu við sérfræðing hjá Airbnb til að finna bestu lausnirnar fyrir nærsamfélag þitt.

Hafa samband