SÖGUR GESTGJAFA

Hvernig gestgjafar Silvia og Mateo eru

Silvia og Mateo eru gestgjafar í London af því hvað það veitir þeim mikinn sveigjanleika

Hvað varð til þess að þú gerðist gestgjafi?

Silvia: Ég hef notað Airbnb sem gestur árum saman og féll strax fyrir hugmyndinni. Ég ákvað að taka á móti gestum af því að ég er með aukaherbergi og sveigjanleikinn á Airbnb er óviðjafnanlegur.

Hvaða áhyggjur hafðir þú áður en þú gerðist gestgjafi?

Silvia: Ég býð gistingu heima hjá mér svo að öryggi, læti og möguleiki á tjóni skipti mig miklu máli.

Skiptir gestgjafaábyrgðin þig miklu máli?

Mateo: Gestgjafaábyrgðin veitir okkur hugarró af því að slys gera ekki boð á undan sér. Manni líður betur þegar maður veit af örygginu.

Einhverjar ábendingar eða ráð fyrir fólk sem íhugar að verða gestgjafi?

Silvia: Ef þú íhugar að opna heimilið skaltu ekki forðast að setja eigin reglur. Greindu gestum skýrt frá því hvað má og hvað má ekki svo að þeir viti að hverju þeir ganga. Samskiptin eru lykilatriði.

Hefur gestgjafahlutverkið haft áhrif á lífstíl þinn?

Silvia: Ég hef meira milli handanna og get því ferðast betur en ég hefði getað án Airbnb.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera gestgjafi?

Silvia: Sem gestgjafi hef ég hitt fólk frá öllum heimshlutum. Gestirnir koma mér sífellt á óvart. Upplifunin er breytileg í hvert sinn og oft koma þeir með gjafir að heiman.

Mateo: Þú kynnist því hvað býr í gestum og þeir þér sömuleiðis. Og stundum er okkur boðið heim til þeirra, svona til að borga greiðann, og þar líður okkur eins og heima hjá okkur.

Sögur annarra gestgjafa

Byrjaðu á því að skrá eignina þína