Airbnb 2022
Sumarútgáfa

Nýtt Airbnb fyrir ferðaþjónustu í nýjum heimi

Tvær raðir af fallegum skráningarmyndum sýna heimili í flokkum Airbnb fyrir kastala, eyðimörk, hönnunarheimili, ströndina og sveitina. Ein skráninganna er sýnd á farsímaskjá til að sýna hvernig skráningarnar kæmu til með að birtast í Airbnb appinu.

Fólk er sveigjanlegra en nokkru sinni fyrr varðandi hvar og hvenær það ferðast. Til að hjálpa því að nýta sér þessa nýju möguleika erum við að kynna okkar stærstu breytingu í áratug, þar á meðal alveg nýja leið til að leita, betri leið til að gista lengur ásamt vernd sem á sér enga hliðstæðu.

Ný leið til að leita

Við kynnum glænýja hönnun í kringum flokka á Airbnb til að hjálpa gestum okkar að kynnast heimi Airbnb betur og finna staði sem þeim hefði ekki dottið í hug að leita að.

Opin fartölva og farsími sýna nýju heimasíðu Airbnb þar sem skráningarmyndir úr hönnunarflokki Airbnb eru sýndar. Röð af táknum efst á síðunni sýnir þá mismunandi flokka sem gestir geta skoðað.

Flokkar á Airbnb. Ætlaðir til að hjálpa gestum að finna einstök heimili.

Gestgjafar okkar bjóða upp á milljónir einstakra heimila um allan heim. Flokkar á Airbnb raða þeim í sérvalin söfn þar sem meira en 50 flokkar heimila eru valdir eftir stíl, staðsetningu eða afþreyingu í nágrenninu. Þeir innihalda:

Við kynnum hönnunarflokkinn

Gestir geta nú kynnt sér yfir 20.000 heimili á auðveldan hátt sem eru valin vegna táknræns arkitektúrs og innréttinga, þar á meðal meistaraverk eftir arkitekta á borð við Frank Lloyd Wright og Le Corbusier.

Glæsilegt múrsteinsheimili, hannað af Frank Lloyd Wright, umkringt náttúrunni með gluggum sem ná frá gólfi til lofts og þekja heila hlið byggingarinnar.
Frank Lloyd Wright
Gestgjafi er Marika
Rúmfræðiform steypubyggingar sem hönnuð er af Le Corbusier fá að njóta sín þar sem hún stendur reisuleg og nær upp í himinblámann á meðan blá stytta af manni í jakkafötum gægist upp úr gangstéttinni.
Le Corbusier
Gestgjafi er Elodie
Viðarloft, steingólf og skorsteinn með áföstum arni sem hengur úr lofti sjást hér inni á heimili hönnuðu af Taalman Architecture.
Taalman-arkitektúr
Gestgjafi er Linda
Heimili sem svipar til gáms úr appelsínugulum málmi stendur andspænis opnum himninum með ilmviðartré í forgrunni.
Robert Nichol & Sons
Gestgjafi er Dayget
Hvítt nútímaheimili hannað af Steven Holl sést hér í ljósaskiptum þar sem það er upplýst að innan.
Steven Holl
Gestgjafi er Sarah
Minimalísk en hlýleg viðarinnrétting borðstofu sést hér inni á heimili hönnuðu af William Turnbull Jr.
William Turnbull Jr.
Gestgjafi er Miju
Heimili hannað af Cameron Anderson Architects stendur undir fullu tungli. Hlýlegar viðarinnréttingarnar sjást í gegnum glugga þess og stóra, opna dyragátt á meðan tunglsljósið endurspeglast í bárujárnsklæðningunni utandyra.
Cameron Anderson Architects
Gestgjafar eru Rick og Steph
Hrífandi bleik bygging hönnuð af Ricardo Bofill með einstökum ósamsíða gluggum stendur andspænis björtum, bláum himni
Ricardo Bofill
Gestgjafi er Hans

Hvernig við búum til flokka á Airbnb

Valið úr sex milljónum heimila

Gestgjafar á Airbnb bjóða upp á stærsta safn einstakra heimila í heiminum, allt frá trjáhúsum til smáhýsa, í meira en 100.000 bæjum í 220 löndum.

Greint með vélanámi

Við metum skráningar á Airbnb með því að nota vélanám til að greina titla, skriflegar lýsingar, umsagnir gesta, myndatexta og önnur gögn.

Sérvalið af Airbnb

Meðlimir teymis Airbnb fara yfir skráningar og handvelja ljósmyndir. Síðan fer hver flokkur í gegnum lokayfirferð með tilliti til samræmis og myndgæða.

Við kynnum deiligistingu

Fleiri fara í lengri ferðir en nokkru sinni fyrr. Til að bjóða gestum enn fleiri valkosti við skipulagningu höfum við útbúið deiligistingu sem er nýjung sem skiptir ferð á milli tveggja mismunandi heimila. Nú geta gestir fundið að meðaltali 40% fleiri skráningar þegar þeir leita að lengri gistingu.

Betri leið til að gista lengur

Farsímaskjár sýnir deiligistingu. Á skjánum stendur: „Skiptu tímanum á milli Norrebro og Gammelholm“, og verðið er birt fyrir ferðina. Fyrir neðan eru tvær myndir af heimilunum. Myndin frá Norrebro sýnir borðstofu með stórum kolagráum bókaskáp og stóru loftljósi. Á myndinni frá Gammelholm sést önnur borðstofa, þessi er með björtum þakglugga. Dagsetningar á hvorri mynd sýna að gesturinn dvelir 12 daga í Norrebro og síðan 18 daga á heimilinu í Gammelholm.

Tvö heimili á einum áfangastað

Þegar gestir leita að lengri dvöl á einum áfangastað bjóðum við þeim möguleika á að skipta ferðinni milli tveggja mismunandi heimila á svæðinu.

Skjár farsíma sýnir deiligistingu úr flokki þjóðgarða. Á skjánum stendur „Skiptu tímanum á milli Zion og Miklagljúfurs“ ásamt verðinu fyrir ferðina sem er fyrirhuguð. Hér fyrir neðan eru tvær myndir hlið við hlið. Á Zion-myndinni sést rúmgott, upplýst tjald undir dimmum himni. Myndin frá Miklagljúfri sýnir útisundlaug með fjallaútsýni. Á hverri mynd eru textar með dagsetningum sem gefa til kynna að gesturinn myndi dvelja 4 daga í Zion og síðan 3 daga í Miklagljúfri.

Tvö heimili í einum flokki

Einnig er boðið upp á deiligistingu í 14 mismunandi flokkum, þar á meðal tjaldsvæði, þjóðgarða, brimbretti og fleira, svo að gestir geti notið áþekkra heimila eða afþreyingar á tveimur stöðum. Gestur sem skoðar þjóðgarðaflokkinn gæti til dæmis fundið deiligistingu sem kemur með tillögu að heimili nálægt Zion og annað við Miklagljúfur.

Ein hnökralaus upplifun

Skjár farsíma sýnir deiligistingu. Á skjánum stendur „Gisting í Roma Norte og La Condesa“, verðið á ferðinni og myndir af tveimur björtum, litríkum en ólíkum rýmum verandar í Mexíkóborg. Fyrir neðan er hnappur merktur „kort“.

Snjall samanburður

Við pörum saman tvö heimili á skilmerkilegan hátt eftir staðsetningu, tegund eignar og þægindum.

Skjár farsíma sýnir kort af Mexíkóborg. Heimilin tvö sem birtust á fyrri skjánum eru sýnd með svörtum táknum sem sýna dagsetningar hverrar gistingar. Bogadregin svört lína sýnir hversu nálægt heimilin eru hvert öðru. Innfelld mynd endurtekur myndir af tveimur litríkum veröndunum í tengslum við þessa deiligistingu.

Hreyfimynd á korti

Deiligisting er tengd á kortinu með hreyfimynd sem sýnir greinilega fjarlægð milli heimila og röð gistinga.

Skjár farsíma sýnir mynd af gistingu í Roma Norte ásamt viðeigandi bókunarupplýsingum. Neðst á skjánum er hnappur sem býður gestinum að „panta“.

Þægileg bókun

Þegar gestur hefur valið deiligistingu er honum leiðbeint í gegnum þægilegt ferli til að bóka hvert heimili fyrir sig.