Airbnb 2021
Vetraruppfærsla

50+ uppfærslur til að gera Airbnb enn betra

Við kynnum AirCover fyrir gestgjafa

Vernd frá A til Ö. Alltaf innifalið og kostar aldrei neitt. Einungis á Airbnb.

Vernd frá A til Ö. Alltaf innifalið og kostar aldrei neitt. Einungis á Airbnb.

Ábyrgðartrygging nemur allt að 1 milljón Bandaríkjadala

Þú nýtur verndar, jafnvel í þeim undantekningartilvikum að gestur verði fyrir meiðslum.

Tjónavernd nemur allt að 1 milljón Bandaríkjadala

Við bætum tjón sem gestir valda á fasteign þinni og eigum, þar með töldum verðmætum.

Vernd vegna gæludýratjóns

Engar áhyggjur: Verndin nær einnig yfir óvænt tjón af völdum gæludýra.

Djúphreinsivernd

Við bætum þér upp óvæntan kostnað við þrif.

Vernd gegn tekjutapi

Airbnb endurgreiðir tekjutap sé hætt við staðfestar bókanir vegna tjóns.

14 daga kröfutímabil

Nú hefur þú 14 daga til að tilkynna tjón, jafnvel þótt ekkert bil sé milli bókana.

Skjótar endurgreiðslur

Við endurgreiðum þér fljótt vegna tjóns sem gestir valda—yfirleitt innan tveggja vikna.

Hraðari þjónusta fyrir ofurgestgjafa

Ofurgestgjafar fá aðgang að sérstakri símalínu með forgangsaðstoð.

Frekari upplýsingar um AirCover fyrir gestgjafa og allt sem því fylgir ásamt skilmálum má finna .

Nýjungar sem þú finnur aðeins á Airbnb

Translation Engine

Háþróaðasta þýðingartækni sem samfélagi okkar hefur nokkru sinni staðið til boða.

Yfirferð á aðgengi

Við yfirförum alla aðgengiseiginleika sem heimilisgestgjafar láta vita af svo að allt sé 100% rétt.

Staðfest þráðlaust net

Með nýja hraðaprófinu okkar geta gestir verið vissir um að þráðlausa netið uppfylli þarfir þeirra.

(Enn) sveigjanlegri leit

Leitaðu með allt að 12 mánaða fyrirvara og kynntu þér enn fleiri tegundir fágætra eigna.

Flipi fyrir snjallari ferðir

Endurhannaður ferðaflipi sýnir allar nauðsynlegar ferðaupplýsingar á þægilegum stað.

Víðtækari spurningar fyrir ofurgestgjafa

Nýir gestgjafar geta haft samband við ofurgestgjafa til að fá einstaklingsbundna leiðsögn.

Snjallari og einfaldari gestaupplifun

Þýðing í rauntíma

Þú þarft ekki lengur að ýta á hnapp til að lesa efnið á þínu tungumáli.

Betri þýðingar

Betri þýðingar fyrir meira en 99% skráninga á Airbnb, byggt á rannsókn óháðs aðila.

62 leiðir til að segja „verið velkomin“

Allar skráningar og umsagnir eru samstundis í boði á öllum heimsins tungumálum sem við bjóðum upp á.

Endurbættar leitarsíur

Áberandi aðgengissíur auðvelda fólki að finna gistingu sem uppfyllir fjölbreyttar þarfir.

Aðgengi í upplifunum

Eiginleikar eins og „táknmál“ og „engar tröppur“ sjást nú greinilega fyrir upplifanir.

Greiðsluskrá gesta

Nú er auðvelt að nálgast færslur gesta (endurgreiðslur, kvittanir og fleira).

Niðurtalning fyrir innritun

Nú er niðurtalning fram að komu sýnd á snjallari og auðskiljanlegri flipa.

Innfelldar innritunarupplýsingar

Nú koma upplýsingar um innritun fram hjá bókunarupplýsingum.

Hápunktar upplifana

Leitaðu að innblæstri með spennandi myndskeiðum fyrir upplifanir nærri áfangastaðnum.

Ný kortatákn fyrir upplifanir

Á kortinu er lögð áhersla á upplifanir sem eru merktar eftir tegund, til dæmis matur, útivist og fleira.

Rétta dægrastyttingin fyrir þig

Við mælum með vinsælustu upplifunum fyrir þig eftir því með hverjum þú ert og hvar þú verður.

Óskalisti með vinum

Nú geta vinir þínir skoðað óskalistann þinn með einum smelli án þess að skrá sig inn.

Endurhugsuð gjafakort

Gefðu frí í ár með fleiri leiðum til að finna, kaupa og innleysa gjafakort Airbnb.

Gjafakortin verða alþjóðleg

Sendu gleði með gjafakortum Airbnb en þau fást í Ástralíu, Kanada, Þýskalandi, Bretlandi, á Ítalíu og Spáni.

Leit að reglu í hjálparmiðstöðinni

Ertu að leita að tiltekinni reglu? Finndu það sem þú þarft með leitartólinu okkar.

Enn auðveldari gestaumsjón

Tenging til að spyrja ofurgestgjafa

Við tengjum þig við ofurgestgjafa miðað við staðsetningu þína, tungumál og skráningu.

Bein aðstoð við skráningu

Þarftu annað álit á skráningunni þinni? Fáðu ábendingar ofurgestgjafa um hvað virkaði fyrir viðkomandi.

Aðstoð ofurgestgjafa um allan heim

Halló! ¡Hola! Bonjour! Tengstu ofurgestgjafa á meira en 30 tungumálum í 196 löndum.

Fyrstu skrefin eru orðin einfaldari

Bjóddu nýja gesti velkomna í einu skrefi með því að nota einfaldað nýliðaflæði á dagsflipanum.

Bókunarupplýsingar á dagsflipa

Farðu fljótt yfir og svaraðu nýjum bókunum án þess að loka dagsflipanum.

Tilkynningar til gestgjafa á dagsflipa

Dagsflipinn sýnir nú aðeins tilkynningar til gestgjafa en ekki tilkynningar sem þú fengir sem gestur á ferðalagi.

Sérsniðnar ábendingar á dagsflipa

Fáðu sérsniðnar ábendingar um hvernig þú getur bætt eign þína, til dæmis með því að bæta við þægindum sem gestir kunnu að meta.

Dagsflipi fyrir faggestgjafa

Fagnið fagnotendur! Nú virkar dagsflipinn meira að segja hjá gestgjöfum með margar skráningar.

Hraðapróf fyrir þráðlaust net

Gestgjafar geta með góðu móti prófað hraða á þráðlausu neti í skráningum sínum í Airbnb appinu.

Forskoðun á verði fyrir gestgjafa

Skoðaðu verðið á skráningunni eins og það birtist gestum.

Ræstingagjöld fyrir stutta dvöl

Veldu hvort þú lækkir ræstingagjald fyrir gistingu sem varir aðeins í eina eða tvær nætur.

Val um gæludýragjald

Nú getur þú valið að bæta gæludýragjaldi við gistináttaverðið.

Endurgreiðslur vegna upplifana

Veldu hvort þú viljir endurgreiða gestum að fullu ef þeir afbóka með meira en sólarhrings fyrirvara.

Endurbættar aðgengisleiðbeiningar

Með betri leiðbeiningum geta gestgjafar sýnt aðgengiseiginleika sína með nákvæmari hætti.

Einfaldari innsetning myndskeiða

Viltu útbúa myndkynningu fyrir upplifunina þína? Nú er auðveldara að hlaða upp myndskeiðum.

Leit eftir texta í innhólfi gestgjafa

Nú þarf ekki lengur að fletta endalaust. Nú er auðvelt að slá inn texta til að finna skilaboð.

Betri myndainnsetning

Núna virkar sjálfvirk röðun þegar einni mynd er hlaðið upp í einu.

Kynningarverð fyrir nýjar skráningar

Kynntu nýju skráninguna þína með sérstökum afslætti sem hluta af 10 skrefa flæðinu fyrir gestgjafa.

Endurbætt röðun í leitarniðurstöðum

Betri röðun í leitarniðurstöðum veitir gestgjöfum sem bjóða upp á mikil gæði og virði meiri sýnileika.

Þríhliða skilaboð í Luxe

Einkaþjónar Luxe geta nú verið með í þríhliða samskiptum með gestum og gestgjöfum.

Endurbætt skjádagatal

Skjádagatal gestgjafa hefur verið einfaldað og nú er þægilegra að fá skýrar upplýsingar þegar litið er á það.

Kjörstillingar dagatals

Sérsniðnar upplýsingar birtast í dagssetningarreitum eftir því hvað er mikilvægast (aðeins í tölvu).

Betri framsetning á verði

Gestgjafar geta nú skoðað verðið hjá sér þegar þeir skoða almanaksárið (aðeins í tölvu).

Útvíkkuð áhættuskimun

Nú hefur verið gripið til aðgerða til að draga úr samkvæmishaldi hjá gestgjöfum í Portúgal og Bretlandi.

Einfaldaðar úrlausnir

Með nýju kröfuferli geta gestgjafar fengið einfalda og skjóta úrlausn sinna mála.

Aukin hverfisaðstoð

Símalína fyrir nágranna gestgjafa er núna í boði á 12 tungumálum og í 29 löndum.

Endurvirkjun á skráningu

Hægt er að endurvirkja skráningar í borgargáttinni þegar gestgjafar hafa uppfært þær.

Eiginleikunum er bætt við á mismunandi tímum eftir staðsetningu.