Airbnb 2021

Við kynnum yfir 100 uppfærslur á allri þjónustu okkar

Airbnb 2021

Við kynnum yfir 100 uppfærslur á allri þjónustu okkar

Sveigjanleiki hannaður fyrir ferðaþjónustu í nýjum heimi

1. Sveigjanlegir áfangastaðir

Ný leið fyrir gesti að finna einstaka gistingu sem hefði annars farið fram hjá þeim.

2. Sveigjanlegur samanburður

Inniheldur skráningar sem liggja rétt utan tiltekinnar leitar til að sýna gestum fleiri valkosti.

3. Sveigjanlegar dagsetningar

Gestir geta nú leitað að nýjum valkostum, allt frá helgarferð til langdvalar.

Einfaldari og skemmtilegri upplifun gesta

4. Sérvaldir óskalistar

Úrvalssöfn með spennandi gistingu og upplifunum. Fyrsta safnið heitir „víðáttan mikla“.

5. Komuleiðbeiningar

Nauðsynlegar komuupplýsingar fyrir gesti á einum stað um allt frá leiðarlýsingu til þráðlauss nets.

6. Hraðara bókunarferli

Við höfum fækkað skrefum fyrir nýja gesti sem eru að staðfesta fyrstu bókun sína.

7. Innfelld nýskráning

Nú er auðvelt fyrir nýja gesti að stofna aðgang að Airbnb í bókunarferlinu sjálfu.

8. Síustika

Nú sjást vinsælustu síurnar betur við leit að réttu eigninni.

9. Uppfærð síuvalmynd

Nýjar og bættar leitarbreytur til að auka skýrleika og einfaldleika við leit.

10. Árstíðabundnar síur

Síur birtast ef þær eiga við árstíðina, til dæmis hægt að fara inn og út á skíðum.

11. Síur tengdar staðsetningu

Síunarvalkostir birtast núna aðeins ef þeir eiga við um áfangastaðinn sem gestir vilja.

12. Ítarleg þægindi

Nákvæmari upplýsingar um þægindi, til dæmis hvort það sé gas- eða viðararinn á staðnum.

13. Nýir eiginleikar

Sjávarútsýni? Æfingahjól? Þessar gagnlegu upplýsingar eru nú birtar í skráningunum.

14. Kort uppfærist sjálfkrafa

Heldur leitarniðurstöðum stöðugt fremst og fyrir miðju á kortinu á meðan þú flettir.

15. Klístraðir pinnar

Kortapinnar hverfa ekki lengur af handahófi og birtast aftur við þysjun og flettingu. Húrra!

16. Endurbætt kortatákn

Endurhönnuð kortatákn sýna vinsæl kennileiti og fleira við leit.

17. Upplifanir í nágrenninu

Kort sýna nú hvar upplifanir Airbnb eru staðsettar í tengslum við dvöl gests.

18. Kort á fullum skjá í tölvu

Kort á fullum skjá voru einungis fyrir farsíma en virka nú fyrir víðari leit í tölvu.

19. Stjórnvalmynd gesta

Af nýrri valmynd fyrir gesti er beinn aðgangur að gistingu, upplifunum, að verða gestgjafi og fleira.

20. Aðgengissíur

Með nýju skipulagi fyrir leitarsíur er auðveldara að finna gistingu með aðgengiseiginleikum.

21. Áhersla á aðgengi

Fleiri gististaðir og upplifanir á Airbnb með aðgengiseiginleikum.

22. Einstök aðgengileg heimili

Fleiri einstök heimili með aðgengiseiginleika til að fullnægja betur þörfum samfélags okkar.

23. Upplifunarsía

Ný sía gerir gestum kleift að leita að staðbundinni afþreyingu með aðgengiseiginleikum.

24. Nýjar upplifanir fyrir alla

Afþreying á Netinu og á staðnum sem er hönnuð til að vera opin samfélagi fatlaðra.

25. Verð fyrir umönnunaraðila

Upplifunargestgjafar geta boðið umönnunaraðilum sem aðstoða fatlaða gesti að borga ekki.

26. Víðáttan mikla

Dvöl og upplifanir sem leiða þig út í náttúruna.

27. Miðlun á sérvöldum óskalistum

Deildu eftirlætis óskalistum þínum á Airbnb með vinum, fjölskyldu og fylgjendum á samfélagsmiðlum.

28. Skýrari afbókanir

Afbókunarreglurnar hafa verið uppfærðar til að auka skýrleika bæði fyrir gesti og gestgjafa.

29. Hugmyndir varðandi ferðaskipulag

Gestum er bent á viðeigandi upplifanir þegar dvölin er skipulögð.

30. Dægrastytting

Ferðaflipinn er nú með góðar tillögur að dægrastyttingu í nágrenninu þegar þú ferðast.

31. Meðmæli frá gestgjöfum

Gestgjafar geta sent núverandi gestum skilaboð með ráðlögðum upplifunum í nágrenninu meðan á dvöl þeirra stendur.

32. Leyfi vegna upplifana

Aðstoð svo að upplýsingar um leyfi gestgjafa og tryggingar séu uppfærðar fyrir upplifanir eins og bátsferðir.

33. Upplifunarlýsingar

Upplifunargestgjafar geta nú auðveldlega endurskoðað og uppfært skráningarlýsingar til að tryggja nákvæmni.

34. Einfaldari aðgangur teymis

Einfaldara en nokkru sinni áður fyrir samstarfsfólk að vera með í hópi í netupplifun.

35. Gestgjafar netupplifana

Gestgjafasamfélag sem sinnir æ fleiri gestgjöfum netupplifana.

36. Fjölskylduvænt verð

Upplifunargestgjafar geta nú boðið afslátt til að auðvelda fleiri fjölskyldum að taka þátt.

37. Flokkar fyrir einstök heimili

Níu nýjum flokkum einstakra heimila var bætt við úrvalið—allt frá leirhúsum til vagna.

38. Einstök heimili í náttúrunni

Nýr flokkur einstakrar gistingar í náttúrunni—allt frá kúlutjöldum til starfandi búgarða.

39. Gisting nærri kennileitum

Gestir geta fundið gistingu nærri einhverju sérstöku eins og fossi eða víngerð.

Auðveldari leiðir til að taka á móti gestum; frá nýskráningu til þess að verða ofurgestgjafi

40. Kynningarsíða nýrra gestgjafa!

Fullkomlega nýtt viðmót til að uppfylla betur þarfir nýrra gestgjafa í sinni vegferð.

41. Vertu gestgjafi í 10 skrefum

Það hefur aldrei verið auðveldara að skrá eignir á Airbnb og fá aðstoð í ferlinu.

42. Dagsflipinn

Ný leið fyrir gestgjafa til að auðvelda umsjón með bókunum, verkum og fleiru á sama stað.

43. Úrræði upplifunargestgjafa

Síðan „Að verða gestgjafi“ er uppfærð með nýjum svæðum og úrræðum fyrir upplifunargestgjafa.

44. Umsagnir gestgjafa

Gagnlegt safn greina og myndskeiða gefur nýjum og núverandi gestgjöfum innblástur.

45. Hversu mikils virði er eignin mín?

Uppfærð reiknivél nýtist til að áætla tekjumöguleika eignarinnar á einfaldan hátt.

46. Auðvelt að bjóða upplifanir

Einfaldað nýskráningarferli einfaldar fólki að gerast upplifunargestgjafi.

47. Myndbönd fyrir upplifanir

Flestir upplifunargestgjafar geta nú auðveldlega hlaðið upp myndböndum til að sýna áhugamál sín.

48. Sjálfvirkur innsláttur upplýsinga

Upplýsingar úr opinberum fasteignagögnum hjálpa gestgjöfum að skrá eignir hratt.

49. Auðvelt að bæta þægindum við

Með hreyfitáknum er auðvelt að velja og sýna mikilvæga eiginleika skráðra eigna.

50. Sjálfvirk röðun ljósmynda

Háþróuð tölvulíkön greina myndir og raða þeim aftur í bestu röðina.

51. Tillögur að titli

Sjálfvirkar tillögur að spennandi orðalagi fyrir skráningartitil miðað við upplýsingarnar frá þér.

52. Upphafslýsing

Hjálpar nýjum gestgjöfum að lýsa einstökum og eftirsóknarverðum eiginleikum eignarinnar fljótt.

53. Einfaldari verðlagning

Einfalt er að setja viðeigandi verð fyrir þína eign.

54. Ráðlagt verðbil

Við bjóðum nú upp á áætlað verðbil fyrir eignina þína byggt á sambærilegum skráningum.

55. Viðurkenningar

Við höfum einfaldað eitt af lokaskrefum skráningarferlisins.

56. Forskoðun fyrir skráningu

Fáðu fulla forskoðun á því hvernig ný skráningin er sýnd gestum áður en hún verður birt. Loksins!

57. Opið fyrir nýjar skráningar

Sandy og Brian munu halda upp á það þegar þú lýkur við nýju skráninguna þína.

58. Leiðbeiningar fyrir nýja gestgjafa

Tengdar greinar styðja við nýja gestgjafa í öllu nýskráningarferlinu.

59. Kennsla fyrir nýja gestgjafa

Netnámskeið ofurgestgjafa hjálpa nýjum gestgjöfum að komast hratt og vel af stað.

60. Einstaklingsráðgjöf

Nýir gestgjafar á netnámskeiðum geta fengið sérsniðna aðstoð ofurgestgjafa með tölvupósti.

61. Spyrja ofurgestgjafa

Í skráningarferlinu geta nýir gestgjafar fengið ráðgjöf ofurgestgjafa með einkaskilaboðum.

62. Ráð um árangursríka gestaumsjón

Gestgjafar geta skráð sig í netupplifanir til að kynna sér ráð reyndra gestgjafa.

63. Undirbúningur fyrir komu fyrsta gestsins

Eftir skráningu á nýrri eign eru leiðbeiningar gefnar um næstu skref, eins og að setja húsreglur.

64. Sérsniðið dagatal og verð

Nýjum gestgjöfum eru gefnar ábendingar til að fá réttu bókanirnar á rétta verðinu.

65. Staðfestu hvernig gestir bóka

Gestgjafar geta gert auknar kröfur til gesta sem bóka svo sem um meðmæli frá öðrum gestgjöfum.

66. Veldu hvernig þú færð borgað

Sjálfvirk tilkynning minnir nýja gestgjafa á að bæta við útborgunarmáta svo að þeir fái greitt tafarlaust.

67. Bókunarbeiðnir

Dagsflipinn gerir gestgjöfum kleift að skoða bókunarbeiðnir og -fyrirspurnir í bið.

68. Þínar bókanir

Dagsflipinn gerir gestgjöfum einnig kleift að skoða fyrirliggjandi og óstaðfestar bókanir gesta.

69. Flýtihlekkir

Gestgjafar komast í tól fyrir verð og framboð beint af dagsflipanum.

70. Gestgjafafréttir og uppfærslur

Á dagsflipanum eru gagnlegar greinar um árangursríka gestaumsjón.

71. Gestgjafatilkynningar

Tilkynningar minna gestgjafa á allt sem krefst athygli þeirra.

72. Hraðara skilaboðakerfi

Skilaboð milli gesta og gestgjafa hlaðast nú allt að tífalt hraðar.

73. Innhólfsleit

Gestgjafar geta auðveldlega fundið skilaboð í innhólfinu sínu með því að notast við ýmiss konar leitarskilyrði.

74. Nýjar innhólfsíur

Með nýjungum í innhólfi gestgjafa er auðvelt að sía hratt skilaboð, t.d. ólesin.

75. Sérsniðin hraðsvör

Gestgjafar geta nú auðveldlega sérsniðið hraðsvör sín við algengum spurningum gesta.

76. Tímasett skilaboð

Búðu til skilaboð sem senda sjálfkrafa vingjarnlegar áminningar eins og leiðbeiningar fyrir útritun.

77. Gestgjafainnsýn

Á innsýnarflipa eru upplýsingar um staðbundna þróun svo gestgjafar fái ný tækifæri.

78. Innsýn fyrir upplifanir

Uppfært tól fyrir upplifunargestgjafa með gagnlegum gögnum um tekjur, einkunnir og annað.

79. Einfaldað umsagnarferli

Einfaldari leið fyrir gesti að senda inn umsagnir sem veita gestgjöfum gagnlegar athugasemdir.

80. Ítarlegar athugasemdir

Gestir verða beðnir um athugasemdir svo gestgjafar geti brugðist við ítarlegri umsögnum.

81. Fleiri flokkar fyrir athugasemdir

Nýir flokkar í umsagnarferlinu hjálpa gestum að gefa heildarmynd fyrir dvöl sína.

82. Uppfærðar umsagnir

Gestir geta nú loksins gert meira, allt frá gagnrýni til hróss, til að gefa dvöl einkunn!

83. Besti árangur gestgjafa

Nýjar mælingar sýna allt frá heildarfjölda gesta til þess sem gestir höfðu mest gaman af.

84. Hápunktar í gestaumsjón sem má deila

Ný leið fyrir gestgjafa til að sýna og halda upp á frammistöðu sína á samfélagsmiðlum.

85. Upplýsingar um gestgjafa

Skráningarupplýsingarnar hafa nú áherslu á það sem einkennir hvern gestgjafa og heimili.

Stuðningur í heimsklassa fyrir alþjóðasamfélagið okkar

86. Endurhönnuð hjálparmiðstöð

Auðveldari leið til að skoða hjálparmiðstöðina með víðtækri aðstoð fyrir gesti og gestgjafa.

87. Snjalllausnir

Sérsniðnar leiðbeiningar hjálpa gestum og gestgjöfum að leysa algeng vandamál í nokkrum skrefum.

88. Tilkynningar um greiðslu

Allar greiðslutilkynningar til gesta eru núna saman á auðfinnanlegum stað.

89. Uppfærð öryggisúrræði

Ferðaaðstoð fæst innan 30 sekúndna með innbyggðri þýðingu á flestum tungumálum.

90. Staðfærðar neyðarupplýsingar

Víða eru upplýsingar um neyðarþjónustu slökkviliðs, lögreglu og sjúkraflutninga á staðnum.

91. Aukið við brýna aðstoð

Nú er boðið upp á brýna aðstoð í ferðum á hundruðum tungumála.

92. Sérstakt símanúmer fyrir ofurgestgjafa

Betri, sérhæfð aðstoð við ofurgestgjafa. Fyrst í N-Ameríku og um allan heim fyrir áramót.

93. Stuðningur fyrir samfélagsleiðtoga

Glænýr forgangsstuðningur fyrir leiðtoga gestgjafasamfélagsins.

94. Ferðaaðstoð

Betri leið til að styðja gesti og gestgjafa í ferðinni með viðeigandi upplýsingum.

95. Almenn leit

Leitaðu samtímis í allri þjónustu Airbnb til að finna svör hraðar.

96. Gleggri stuðningur

Í einfaldari hjálpargreinum eru réttu upplýsingarnar—þar og þegar þú þarft á þeim að halda.

97. Úrlausnarleiðbeiningar

Ítarleg aðstoð við að leysa algeng vandamál sem koma upp í ferð svo sem þegar þægindi virka ekki eða þau vantar.

98. Miðstöð fyrir samfélagsreglur

Skýrari og einfaldari reglur eru á einum miðlægum stað í hjálparmiðstöðinni.

99. Tól fyrir nýja borgargátt

Nýtt tól gagnast borgarstarfsfólki við eftirlit með stefnum og reglum um skammtímaútleigu.

100. Breytingar á ágreiningsmálum

Ný regla sem heimilar gestgjöfum að andmæla umsögnum gesta sem brjóta gegn samkvæmisbanni.

101. Fleiri aðstoðarfulltrúar

Við erum með tvöfalt fleira fólk í alþjóðaaðstoð til að bæta þjónustu við samfélagið.

102. Aðstoð á fleiri tungumálum

Við höfum aukið við þau tungumál sem við bjóðum aðstoð á úr 11 tungumálum í 42.

103. Úrræði gestgjafa

Í nýrri gestgjafavalmynd er hægt að komast beint í aðstoð, skráningar, stöðu ofurgestgjafa og fleira.

Eiginleikunum er bætt við á mismunandi tímum eftir staðsetningu.